Í þessari viku hefur markvisst verið unnið með móðurmálið á öllum stigum í svokallaðri móðurmálsviku. Ljóð hafa verið kyrjuð, upplestur æfður og mikil ritun í gangi svo eitthvað sé nefnt. Margir bekkir fóru á sal til að syngja ýmsar vísur og ljóð með aðstoð tónmenntakennara og ungra hljóðfæraleikara sem allt voru nemendur í skólanum. Nemendur tróðu einnig upp á sal með eigin leikþætti og frumsamin ljóð sem bar vott um frjótt ímyndunarafl þeirra.
