Mikil stemmning ríkir í skólanum fyrir árshátíð nemenda í 8. – 10. bekk sem verður í kvöld. Þema hefur verið í gangi alla vikuna þar sem krakkarnir fengust við ýmislegt sem tengist árshátíðinni. Má þar nefna spurningagerð, vídeóupptökur, skreytingar o.m.fl. Þessa vikuna hafa auk þess ýmsar furðuverur sést á göngum skólans og inni í kennslustundum t.d voru hippar á ferli í dag og fyrr í vikunni brá fyrir ofurhetjum eins og Supermann, Batmann og fleiri stórmennum. Þegar betur var að gáð fékkst sú skýring að búningaþema væri í gangi alla vikuna og sá/sú sem stæði sig best í að mæta í búning ynni til verðlauna sem er frímiði á árshátíð í kvöld. Hér eru nokkrar myndir frá undirbúningi.

Undirbúningur fyrir árshátíð í fullum gangi
Birt í flokknum Fréttir.