Foreldrum/forsjáraðilum ber að tilkynna forföll nemenda á skrifstofu skólans sem allra fyrst að morgni með símtali, veikindaskráningu í gegnum Mentor eða í tölvupósti til ritara.
Athugið að einungis á að nýta forfallaskráningarmöguleikann í Mentor ef um veikindi er að ræða. Ef veikindi eða forföll vara lengur en einn dag skal tilkynna þau daglega.
Sjá hlekk á pdf skjal til frekari útskýringa. 2025 Ástundun – Mentor
Beiðni um leyfi nemenda frá skólasókn skal berast frá foreldrum/forsjáraðilum.
Umsjónarkennarar/ritari afgreiða beiðni um leyfi í einn dag. Ef sækja þarf um leyfi fyrir tvo daga eða fleiri fer það í gegnum Þjónustugátt Kópavogs þar sem forsjáraðilar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Foreldrar/forsjáraðilar eru minntir á að þeir bera ábyrgð á að nemendur vinni upp það sem þeir kunna að missa úr námi meðan á leyfi stendur, sbr. 15. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008.
Einnig er bent á verklag Kópavogsbæjar í grunnskólum vegna ófullnægjandi skólasóknar; https://salaskoli.is/skolasokn/