Val í unglingadeild – tímabil 2

Nú er fyrsta valtímabil skólaársins að renna út. Það fyrirkomulag sem við erum með núna virðist mælast vel fyrir. Nú er komið að valtímabili 2. Nemendur eiga að fara á netið og velja og þetta er eiginlega "fyrstur kemur, fyrstur fær" – kerfi, þannig að það er um að gera að drífa sig. Tvær nýjar valgreinar eru í boði, þ.e. námstækni og skapandi skrif.

Smellið á þennan línk til að komast í valblaðið: Val í unglingadeild – tímabil 2

Val í 8.-10. bekk

Við höfum gert talsverðar breytingar á valinu í unglingadeildinni, 8. – 10. bekk, í Salaskóla. Markmið okkar er að nemendur fái sem mest út úr kennslunni í valgreinunum og tímarnir nýtist sem best. 8. bekkur fær nú að velja og er það í samræmi við breytingar sem gerðar voru á grunnskólalögum í fyrra.  Valtímabilin í vetur verða 6 og á hverju valtímabili verða nemendur að velja 6 kennslustundir alls. Þá eru námskeiðin misveigamikil eða frá 2 kennslustundum á viku upp í 6 kennslustundir. Möguleiki er að velja sömu grein 2-3 yfir veturinn.
Margir nemendur eru í metnaðarfullu og kröfuhörðu íþrótta- og tómstundastarfi utan skólans og ef þeir óska þess munum við meta það sem hluta af námi þeirra í Salaskóla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og verði til þess að við komum betur til móts við nemendur.

Nemendur geta nú valið fyrir fyrsta tímabilið sem stendur til 9. október. Þeir eiga að gera það með því að smella hér .