Í dag 29. september afhendu nemendur Salaskóla Félagi áhugsafólks um Downs heilkenni styrk að upphæð 313.000 kr.
Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem nemendur stóðu fyrir þann 19. september 2025. Þann dag tók allur skólinn þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ, en sá hlaupaviðburður er einnig „Góðgerðahlaup Salaskóla“. Foreldrar, nágrannar skólans í Salahverfi og aðrir velunnarar skólans styrktu nemendur til að hlaupa til góðs. Margir styrktu nemendur um 500 kr. sem er ein króna fyrir hvern nemanda skólans, aðrir völdu styrkupphæð að eigin vali.
Downsfélagið stendur samfélagi okkar nærri enda hafa bæði nemendur skólans og aðstandendur þeirra nýtt þann stuðning og félagsskap sem félagið býður fjölskyldum barna með Downs heilkenni.