Upplýsingamennt á að vera samþætt öllum námsgreinum í skólanum og nýtast bæði kennurum og nemendum í öllu þeirra starfi. Í upplýsingamennt felst m.a. að geta leitað sér upplýsinga t.d. í bókum eða á vefnum, unnið úr upplýsingunum til að setja fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt fyrir aðra. Allir nemendur í Salaskóla eru að gera eitthvað í þessu veru og sum verkefni þeirra er hægt að sjá á síðunni Upplýsingamennt í Salaskóla undir flipanum Skólinn.
Þriðjubekkingar voru einmitt að klára verkefni á dögunum þar sem reyndi á upplýsingaleikni og úrvinnslu upplýsinga ásamt því að þurfa að vera býsna glögg/glöggur á liti, form og hvernig myndir birtast. Þau fjölluðu hvert og eitt um áhugamálin sín og hver nemandi bjó til sína eigin sýningu í forritinu Photostory. Verkefnin má sjá hér. Fleiri verkefni eru á leiðinni á síðuna.

Skemmtileg vorverkefni í upplýsingamennt
Birt í flokknum Fréttir.