Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Þá klæðast stúlkur í yngri bekkjum hvítum kyrtlum, hnýta silfur- og gullbönd um höfuð og hafa ljós í hönd. Lúsían sjálf, er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Harpa Þöll Eiríksdóttir í kjóum var Lúsía þetta árið. Falleg og hátíðleg stund.

Lúsíuhátíð í morgun
Birt í flokknum Fréttir.