Á morgun, miðvikudaginn 10. september, er alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og vitundarvakningar um geðrækt.
Af því tilefni ætlum við í Salaskóla að halda GULAN dag til að sýna samstöðu í gulum september – mánuði vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir.
Þetta mikilvæga málefni snertir skólasamfélagið okkar og minnir okkur á að standa saman, sýna hvert öðru stuðning, skilning og hlýju.
Gildi Salaskóla eiga hér vel við: Vinátta – Virðing – Samstarf.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að klæðast gulu eða bera eitthvað gult á morgun – allir geta tekið þátt og skapa með því hlýja, jákvæða og glaða stemningu, #gulurseptember.