Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá krökkunum og sífellt fleiri kjósa þessa einstöku hressingu í upphafi dags.

Hafragrautur í morgunsárið
Birt í flokknum Fréttir.