Dagurinn hjá fyrstubekkingum í Salaskóla hófst með foreldrasýningu í salnum. Foreldrar mættu í morgunsárið inn í sal og krakkarnir sungu fyrir þau fjölmörg lög undir stjórn Heiðu og Ragnheiðar tónmenntakennara og síðan fóru þau með langt ljóð um dýrin í Afríku með tilheyrandi söng. Salurinn var einmitt skreyttur með þeirra eigin litríku myndum af dýrunum í Afríku. Gaman var að sjá hvað krakkarnir stóðu sig vel og allir voru með. Eftir sýninguna í salnum fóru foreldrar í heimsókn í stofur krakkanna þar sem þeir fengu að skoða hvaða verkefni eru í gangi.
