Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir. Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð Flórgoðanna.

Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni
Birt í flokknum Fréttir.