Á dögunum fengu nemendur í 2. bekk heimsókn frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum Krakkarnir í hverfinu.
Námsefnið Krakkarnir í hverfinu fjallar um líkamlegt ofbeldi og er samið og þróað með það fyrir augum að fræða börn um líkamlegt ofbeldi og gera þau meðvituð um þá þjónustu sem í boði er. Fræðslan felst í því að brúðurnar ræða saman um það sem þær hafa lent í og krakkarnir fá svo að bera fram spurningar í lokin.

Blátt áfram með sýningu
Birt í flokknum Fréttir.