Skólaþing Salaskóla fór fram í gær þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér að vera ritarar og leiða umræður, með aðstoð kennara þar sem flestir lögðu sitt að mörkum. Hugmyndir nemenda verða svo teknar saman og nokkrar tillögur fara áfram á Barnaþing Kópavogs. Þar munu nokkrir nemendur fara sem fulltrúar fyrir Salaskóla.
Margar hugmyndir kviknuðu og var gaman að sjá nemendur á öllum stigum ræða saman um hvernig að þeirra mati væri hægt að gera skólastarfið áhugaverðara
Skráning í mötuneyti, sumarfrístund og frístund fyrir næsta skólaár verður auglýst síðar og munu foreldrar frá póst frá skólanum þegar þar að kemur.
Haustið 2025 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 25. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á þjónustugátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
Menntasvið Kópavogsbæjar
Primary schools of Kópavogur
Enrollment for the 2025–2026 School Year
Enrollment for the upcoming school year is now open and will continue until March 14, 2025.
During this period, students transferring between school districts, moving to Kópavogur, or coming from private schools must also complete their enrollment.
Enrollment for six-year-old children (born in 2019) is now conducted entirely through the municipality’s service portal: https://thjonustugatt.kopavogur.is.
Registration for school meals, summer programs, and after-school programs for the next school year will be announced later. Parents will receive an email from the school once registration opens.
In the fall of 2025, schools will begin with an opening day on Monday, August 25. Further details about the start of the school year will be available on each school’s website.
Important Notice:
The application deadline for permission to attend private schools or primary schools in other municipalities is April 1. Applications must be submitted through the Kópavogur service portal. Students already attending such schools must reapply if they plan to continue in the next school year.
Department of Education, Kópavogur Municipality
Szkoły podstawowe w Kópavogur
Rekrutacja do szkół podstawowych w Kópavogur na rok szkolny 2025–2026
Rekrutacja na nadchodzący rok szkolny jest już otwarta i potrwa do 14 marca 2025 r.
W tym samym okresie odbywa się również rejestracja uczniów zmieniających rejon szkolny, przeprowadzających się do Kópavogur lub przechodzących ze szkół prywatnych.
Rekrutacja dzieci sześcioletnich (urodzonych w 2019 r.) odbywa się wyłącznie za pośrednictwem portalu usług gminy: https://thjonustugatt.kopavogur.is.
Rejestracja na posiłki szkolne, letnie zajęcia pozalekcyjne oraz świetlicę szkolną na kolejny rok szkolny zostanie ogłoszona w późniejszym terminie. Rodzice otrzymają wiadomość e-mail ze szkoły, gdy rejestracja zostanie otwarta.
Jesienią 2025 r. rok szkolny rozpocznie się od dnia organizacyjnego w poniedziałek 25 sierpnia. Szczegółowe informacje na temat rozpoczęcia nauki zostaną opublikowane na stronach internetowych poszczególnych szkół.
Ważna informacja:
Termin składania wniosków o pozwolenie na uczęszczanie do szkół prywatnych lub szkół podstawowych w innych gminach upływa 1 kwietnia. Wnioski należy składać za pośrednictwem portalu usług gminy Kópavogur. Uczniowie, którzy już uczęszczają do takich szkół, muszą ponownie złożyć wniosek, jeśli planują kontynuować naukę w kolejnym roku szkolnym.
Almannavarnir hafa upplýst skóla um að í dag, miðvikudag 5. febrúar, hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs.
Viðvörunin gildir frá kl. 14 og ætti því, ef allt gengur eftir, að hafa að mestu áhrif á frístund og íþróttaæfingar barna en ekki hefðbundinn skóladag.
Leiðbeiningarnar um viðbrögð foreldra má nálgast með eftirfarandi slóð á íslensku, ensku og pólsku:
Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör.
Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar. Nokkrir nemendur úr Salaskóla tóku þátt í keppninni og var nemandi úr skólanum í öðru sæti, Friðrik Bjarki Sigurðsson, 6. bekk fyrir ljóðið „Veðrið (Hæka). Viðurkenningar hlutu Eva Benediktsdóttir og Fjóla Breiðfjörð Arnþórsdóttir, 6. bekk Salaskóla, fyrir ljóðið Ströndin.
2. grein breytist ekki efnislega en síðasta setningin hefur verið færð framar.
3. grein breytist þar sem orðið “Lightspeed” hefur verið tekið út og í staðinn sett orðið “umsýslukerfi”.
4. grein breytist. Var áður “Til þess að hægt sé að nota spjaldtölvuna er nauðsynlegt að nemandi eigi Apple-auðkenni (Apple ID) og sér Kópavogsbær um að stofna þann aðgang, auk netfangs sem tengist Apple-auðkenninu. Umsjónarkennara og foreldrum/forráðamönnum eru afhentar aðgangsupplýsingar (netfang og lykilorð) Apple-auðkennis. Auk þess hefur tæknistjóri og deildarstjórar í upplýsingatækni í hverjum skóla aðgang að innskráningarupplýsingum nemenda”.
en verður nú:
“Kópavogsbær sér um að stofna þá aðganga sem nemandi þarf til að nota í námi. Tæknistjóri og deildarstjórar í upplýsingatækni í hverjum skóla hafa aðgang að innskráningarupplýsingum nemenda”.
6. grein Fyrsta setning hefur verið umorðuð: “Nemanda í 5.-10. bekk er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi. Nemandi skal þá hafa hana með sér í skólann á hverjum degi, fullhlaðna”
en verður nú:
“Nemanda er heimilt að taka spjaldtölvuna með sér heim að loknum skóladegi í 5. -10. bekk en skal hafa hana með sér í skólann á hverjum degi, fullhlaðna. Nemandi ber ábyrgð á sínu hleðslutæki og snúru og er mælst til þess að það sé geymt heima”.
Grein 10. Breytist. Var áður “Í spjaldtölvunni er námsefni og ýmis konar hugbúnaður (öpp) sem ætluð eru til náms vinnu nemenda. Nemendur í 1. – 7. bekk hafa ekki aðgang að App Store. Öll öpp í spjaldtölvum nemenda eru skráð í Lightspeed sem er miðlægt kerfi í umsjón deildarstjóra skólans í upplýsingatækni”
en verður nú:
“ Í spjaldtölvunni er námsefni og ýmis konar hugbúnaður (öpp) sem ætlaður er til náms. Nemendur hafa ekki aðgang að App Store. Öllum öppum í spjaldtölvum nemenda er dreift með umsýslukerfi bæjarins sem er miðlægt kerfi í umsjón UT deildar. Þegar spjaldtölvunni er skilað í lok skólaárs ber nemandi ábyrgð á að vista persónuleg gögn annars staðar, þar sem spjaldtölvan getur verið uppfærð og enduruppsett áður en hún er afhent á næsta skólaári og eyðast þá öll gögn af spjaldtölvunni”.
Í grein 11 bætist við “Nemendur og foreldrar/forsjáraðilar bera ekki fjárhagslega ábyrgð þótt tækið glatist, skemmist eða verði með öðrum hætti ónothæft. Ef um vísvitandi skemmdarverk, verulega vanrækslu er að ræða eða ef námstæki er ekki skilað ber foreldrum/forsjáraðilum að bæta skólanum tækið fyrir hönd nemanda”.
Að síðustu breytist 14. grein sem hér segir: “Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir einn mánuð frá útskrift og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta breytt aðgangi sínum á Apple og iCloud til að varðveita persónuleg gögn og gert hann að persónulegum aðgangi til að varðveita þau. Nemandinn ber ábyrgð á að bjarga gögnum sínum áður en þeir skila spjaldtölvunni”.
en verður nú:
“Við útskrift úr grunnskóla er persónulegum skólaaðgangi nemanda að gögnum lokað eftir einn mánuð frá útskrift og öllum gögnum þar inni eytt. Nemendur fá leiðbeiningar um hvernig þeir geta flutt persónuleg gögn af skólaaðgangi sínum yfir á persónulegan aðgang. Nemandinn ber ábyrgð á að bjarga gögnum sínum áður en þeir skila spjaldtölvunni.
Föstudaginn 13. september munu nemendur Salaskóla taka þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ á skólatíma. Eins og í fyrra, þá skilgreinum við hlaupið einnig sem „Góðgerðahlaup Salaskóla“. Að þessu sinni langar okkur að styrkja nýstofnaðan minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur, en hún var nemandi í Salaskóla og útskrifaðist frá okkur vorið 2023.
Í minningu Bryndísar Klöru ætlum við einnig að klæðast bleiku þennan dag en bleikur var hennar uppáhalds litur.
Íþróttakennararnir okkar skipuleggja hlaupið og eru vegalengdir mismunandi eftir aldri.
Við leitum til foreldra og vina og vandamanna skólasamfélagsins okkar að styrkja okkur við að láta gott af okkur leiða og heiðra um leið minnngu Bryndísar Klöru.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru er í umsjón KPMG og forseti Íslands, Halla Tómasdóttr, er verndari sjóðsins. Minningarsjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að þær hörmungar sem leiddu til fráfalls Bryndísar Klöru endurtaki sig.
Í hlaupinu óskum við eftir stuðningi sem að lágmarki er ein króna fyrir hvern nemanda skólans, eða að lágmarki 530 kr. Í fyrra söfnuðum við kr. 192,500- sem voru afhentar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Margir völdu að styrkja nemendahópinn um 530 kr, en aðrir völdu hærri styrkupphæð að eigin vali.
Í nafni Salaskóla langar okkur að styðja myndarlega við nýstofnaðan minningarsjóð og leggja okkar af mörkum til að markmið hans náist. Við hvetjum ykkur til að taka þátt, styðja duglega hlaupakrakka og hjálpa okkur í skólanum að heiðra minningu Bryndísar Klöru.
Endilega takið þátt og hjálpið okkur að hlaupa til góðs!
Framlög má leggja inn á reikning Salaskóla, 0536-14-750900, kt. 670601-3070.
Í nafni skólasamfélags Salaskóla munum við svo koma einni heildarupphæð til minningarsjóðsins strax í næstu viku.
Á morgun, þriðjudag 10. september, ætlum við í Salaskóla að hafa GULAN dag, til að sýna stuðning í gulum september vegna vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir.
Það málefni, eins og svo mörg önnur, tengjast skólasamfélaginu með beinum hætti og mikilvægt að við sýnum hvert öðru stuðning, skilning og hlýju.
Hér eiga gildi Salaskóla vel við – Vinátta, Virðing, Samstarf.
Nemendur og starfsfólk munu klæðast gulu eða bera eitthvað gult á morgun!
Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00, nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00.
Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem umsjónarkennarar bjóða þá velkomna og fara stuttlega yfir skólabyrjun og helstu áherslur.
Nemendur í 1. bekk mæta ekki til hefðbundinnar skólasetningar en umsjónarkennarar þeirra munu boða hvern nemanda til viðtals ásamt foreldrum en viðtölin fara fram dagana 22. og 23. ágúst.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám mánudaginn 26. ágúst kl. 8:20.
Foreldrar eru minntir á að skrá börn sín í skólamötuneyti en skráning er nauðsynleg þó skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar, skráning á þessari slóð: Vala skólamatur – Umsóknarvefur
Forstöðukona frístundar Kristrún Sveinbjörnsdóttir veitir allar upplýsingar er varða frístund, kristrunsv@kopskolar.is
Leikfélag Salaskóla og Fönix, skipað nemendum úr unglingadeild, afhentu á dögunum ávísun að upphæð 200.000 krónur til Barnaspítala Hringsins, en peningurinn er ágóði af sölu á leiksýningu félagsins. Unglingarnir settu upp verkið ,,Stefán rís“ byggt á bókinni ,,Unglingurinn“ eftir þá Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson.
Fyrrum nemendur Salaskóla, þeir Aron Ísak Jakobsson og Matthías Davíð Matthíasson, komu á fund skólastjóra eftir áramót og lögðu til að vera með leiklistarklúbb fyrir nemendur í unglingadeild, þar sem þeirra bestu minningar úr skólanum voru tengdar leiklistastarfi. Stjórnendur úr félagsmiðstöðinni Fönix bættust svo í hópinn ásamt kennara úr unglingadeild. Áheyrnaprufur voru svo snemma á önninni og fljótt var búið að skipa glæsilegan leikhóp sem lagði allt sitt í æfingar og skipulag svo að úr varð glæsileg leiksýning. Uppselt var á sýningar hópsins og var mikil ánægja meðal áhorfenda enda sýningin full af húmor og gleði, sem og raunum þess að vera unglingur. Snemma var ákveðið að gefa ágóðann til góðgerðarmála og var hópurinn sammála um hvert styrkurinn skyldi renna. Úr varð að Hrönn Sigríður Steinsdóttir kom og tók við styrknum fyrir hönd Barnaspítala Hringsins. Unglingarnir mega vera stolt af þessum frábæra árangri og vonumst við til þess að leiklistarverkefnið haldi áfram á næsta skólaári.