Á morgun, miðvikudaginn 10. september, er alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna og vitundarvakningar um geðrækt.
Af því tilefni ætlum við í Salaskóla að halda GULAN dag til að sýna samstöðu í gulum september – mánuði vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir.
Þetta mikilvæga málefni snertir skólasamfélagið okkar og minnir okkur á að standa saman, sýna hvert öðru stuðning, skilning og hlýju.
Gildi Salaskóla eiga hér vel við: Vinátta – Virðing – Samstarf.
Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að klæðast gulu eða bera eitthvað gult á morgun – allir geta tekið þátt og skapa með því hlýja, jákvæða og glaða stemningu, #gulurseptember.
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á morgun, 2.apríl.
Á degi einhverfunnar hvetjum við alla að mæta í öllum regnbogans litum til að undirstrika áherslu á fjölbreytileika einhverfunnar. Dagurinn var áður „blár dagur“ og það er enn leyfilegt að vera í bláu enda er það einn af regnbogans litum!
Þann 26.mars var Stóra Upplestrarkeppnin haldin í Salnum í Kópavogi. Salaskóli sendi 3 mjög svo frambærilega keppendur, þau Emilíu Ósk, Patrek Leó og Emmu Dís sem öll eru í 7.bekk.
Patrekur Leó stóð uppi sem sigurvegari og óskum við honum og Salaskóla til hamingju með verðskuldað 1.sæti.
Nú er opið fyrir tilnefningar til Kópsins, sem er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf skólaárið 2024 – 2025.
Undanfarin ár hafa nokkur verkefni frá Salaskóla verið tilnefnd og fyrir tveimur árum fékk verkefni frá Salaskóla Kópinn – en það var verkefnið „leiðtogaþjálfun í skólaíþróttum í 10. bekk“.
Starfsfólk skóla, foreldrar og allir aðrir mega tilnefna verkefni á þessari slóð:
https://forms.office.com/e/DsRyyJP5fJ
Þeir sem vilja senda inn tilnefningu en þurfa aðstoð við eyðublaðið geta leitað aðstoðar hjá skólastjórnendum 😊
Skólaþing Salaskóla fór fram í gær þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér að vera ritarar og leiða umræður, með aðstoð kennara þar sem flestir lögðu sitt að mörkum. Hugmyndir nemenda verða svo teknar saman og nokkrar tillögur fara áfram á Barnaþing Kópavogs. Þar munu nokkrir nemendur fara sem fulltrúar fyrir Salaskóla.
Margar hugmyndir kviknuðu og var gaman að sjá nemendur á öllum stigum ræða saman um hvernig að þeirra mati væri hægt að gera skólastarfið áhugaverðara
Skráning í mötuneyti, sumarfrístund og frístund fyrir næsta skólaár verður auglýst síðar og munu foreldrar frá póst frá skólanum þegar þar að kemur.
Haustið 2025 munu skólar hefjast með skólasetningardegi mánudaginn 25. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á þjónustugátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
Menntasvið Kópavogsbæjar
Primary schools of Kópavogur
Enrollment for the 2025–2026 School Year
Enrollment for the upcoming school year is now open and will continue until March 14, 2025.
During this period, students transferring between school districts, moving to Kópavogur, or coming from private schools must also complete their enrollment.
Enrollment for six-year-old children (born in 2019) is now conducted entirely through the municipality’s service portal: https://thjonustugatt.kopavogur.is.
Registration for school meals, summer programs, and after-school programs for the next school year will be announced later. Parents will receive an email from the school once registration opens.
In the fall of 2025, schools will begin with an opening day on Monday, August 25. Further details about the start of the school year will be available on each school’s website.
Important Notice:
The application deadline for permission to attend private schools or primary schools in other municipalities is April 1. Applications must be submitted through the Kópavogur service portal. Students already attending such schools must reapply if they plan to continue in the next school year.
Department of Education, Kópavogur Municipality
Szkoły podstawowe w Kópavogur
Rekrutacja do szkół podstawowych w Kópavogur na rok szkolny 2025–2026
Rekrutacja na nadchodzący rok szkolny jest już otwarta i potrwa do 14 marca 2025 r.
W tym samym okresie odbywa się również rejestracja uczniów zmieniających rejon szkolny, przeprowadzających się do Kópavogur lub przechodzących ze szkół prywatnych.
Rekrutacja dzieci sześcioletnich (urodzonych w 2019 r.) odbywa się wyłącznie za pośrednictwem portalu usług gminy: https://thjonustugatt.kopavogur.is.
Rejestracja na posiłki szkolne, letnie zajęcia pozalekcyjne oraz świetlicę szkolną na kolejny rok szkolny zostanie ogłoszona w późniejszym terminie. Rodzice otrzymają wiadomość e-mail ze szkoły, gdy rejestracja zostanie otwarta.
Jesienią 2025 r. rok szkolny rozpocznie się od dnia organizacyjnego w poniedziałek 25 sierpnia. Szczegółowe informacje na temat rozpoczęcia nauki zostaną opublikowane na stronach internetowych poszczególnych szkół.
Ważna informacja:
Termin składania wniosków o pozwolenie na uczęszczanie do szkół prywatnych lub szkół podstawowych w innych gminach upływa 1 kwietnia. Wnioski należy składać za pośrednictwem portalu usług gminy Kópavogur. Uczniowie, którzy już uczęszczają do takich szkół, muszą ponownie złożyć wniosek, jeśli planują kontynuować naukę w kolejnym roku szkolnym.
Almannavarnir hafa upplýst skóla um að í dag, miðvikudag 5. febrúar, hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs.
Viðvörunin gildir frá kl. 14 og ætti því, ef allt gengur eftir, að hafa að mestu áhrif á frístund og íþróttaæfingar barna en ekki hefðbundinn skóladag.
Leiðbeiningarnar um viðbrögð foreldra má nálgast með eftirfarandi slóð á íslensku, ensku og pólsku: