slkkvili_001.jpg

Slökkviliðið í heimsókn

Í dag komu slökkviliðsmenn í heimsókn í skólann og voru með eldvarnarfræðslu hjá nemendum í 3. bekk. Nemendur fengu að skoða bæði sjúkra- og slökkvibíla sem var lagt fyrir utan skólann. Krakkarnir höfðu gaman að heimsókninni og fannst mikið til þess koma að fá að stíga upp í sjúkrabíl og komast í návígi við slökkviliðsbíl.   slkkvili_001.jpg slkkvili_003.jpgslkkvili_004.jpg 

samsngur_okt._007.jpg

Vel heppnuð móðurmálsvika

samsngur_okt._007.jpgÍ þessari viku hefur markvisst verið unnið með móðurmálið á öllum stigum í svokallaðri móðurmálsviku. Ljóð hafa verið kyrjuð, upplestur æfður og mikil ritun í gangi svo eitthvað sé nefnt. Margir bekkir fóru á sal til að syngja ýmsar vísur og ljóð með aðstoð tónmenntakennara og ungra hljóðfæraleikara sem allt voru nemendur í skólanum. Nemendur tróðu einnig upp á sal með eigin leikþætti og frumsamin ljóð sem bar vott um frjótt ímyndunarafl þeirra.

legbll.jpg

Lególið Salaskóla sýndu frábæran árangur

Nemendur Salaskóla sem skipuðu liðin Ozon og Team Awesomeness í First LEGO League keppninni sem fór fram í Öskju sl. laugardag stóðu sig með mikilli prýði og voru skólanum til  mikils sóma.   Bæði lið voru tilnefnd til margra verðlauna og þóttu skara fram úr á mörgum sviðum. Í hús kom bikar fyrir góðar dagbókarfærslur Ozon meðan á verkefninu stóð. Með því að smella á linkinn má skoða nánar tilnefningar og úrslit  http://www.hi.is/id/1026313.  

legbll.jpglestin1.jpg

skk_1._-_4._b._007.jpg

70 krakkar keppast við að tefla

skk_1._-_4._b._007.jpgHið árlega bekkjarmót í skák hófst í morgun þegar fulltrúar nemenda í 1. – 4. bekk komu saman til þess að tefla í undanrásum. Taflborð voru víða sett upp í skólanum og áhuginn skein úr andlitum hinna ungu skákmanna sem sátu og tefldu af miklum móð.

 

 

skk_1._-_4._b._0052.jpg 

Bekkjarmótið heldur áfram á næsta mánudag en þá teflir unglingastigið og síðan rekur miðstigið lestina föstudaginn 21. nóvember. Eftir að bekkirnir hafa teflt saman verður lokaúrslit í lok nóvember en þá keppa efstu liðin úr undanrásunum um titilinn besti bekkurinn í skák 2008 í Salaskóla.

prjnar.jpg

Textílmenntin leitar eftir prjónum

prjnar.jpgSíðustu misseri hafa nemendur fengið prjóna í skólanum til að vinna með heima og mikið af þeim hefur ekki skilað sér til baka. Nú er svo komið að engir prjónar eru til í ákveðnum númerum og viljum við því biðja alla sem hafa fengið prjóna að láni heim, að skila þeim strax.  Við erum stopp í verkefnum  í nokkrum árgöngum vegna prjónaskorts og eins og er eru prjónar illfáanlegir í bænum.  

Einnig ef eitthvað garn er afgangs frá þessum verkefnum, þá biðjum við ykkur vinsamlega að senda það líka til baka.  Sé þessum verkefnum ekki lokið, má alltaf fá prjóna lánaða hjá mömmu eða ömmu og skipta svo hægt sé að skila skólaprjónunum.   

Við þökkum fyrir góð viðbrögð við kertastubbasöfnuninni, og þiggjum endalaust meira af stubbum.   

Kveðja Steinunn textílkennari.

vetrarleyfi.jpg

Vetrarleyfi hefst á morgun

vetrarleyfi.jpgSamkvæmt skóladagatali Salaskóla hefst vetrarleyfi nemenda og starfsfólks á morgun, fimmtudaginn 30. október. Skólastarf hefst aftur mánudaginn 3. nóvember skv. stundaskrá.