Nemendur og starfsfólk samfögnuðu á sal skólans í dag góðum árangri í skák og fimleikum. Eins og fram kemur hér á síðunni vann Tinna Óðinsdóttir Norðurlandameistaratitil í fimleikum á dögunum en að auki náðu Páll og Eyþór Trausti að verða Kópavogsmeistarar í skólaskák í eldri og yngri aldursflokki. Fleiri nemendur stóðu sig afar vel í skólaskákinni bæði á Kópavogsmótinu um helgina og í skákiðkun í vetur. Bikarar voru veittir í öllum aldursflokkum frá 1. bekk til 10. bekkjar. Tíundubekkingurinn Páll Andrason er skákmeistari skólans árið 2010.
Sjá fleiri myndir frá þessari montstund sem var 16. apríl 2010.
