Salaskóli sendi tvö lið í Skólamót Kópavogs í flokki 5. – 7. bekk í skák. A-lið bar sigur úr býtum á mótinu, vann allar sínar skákir fyrir utan tvær.
Þeir sem skipuðu A-sveitina eru: 1. borð: Reynir, 2. borð: Krummi, 3, borð: Heiðar og 4. borð: Guðjón.
B – liðið stóð sig einnig mjög vel.
Við óskum þessum flottu drengjum innilega til hamingju !