Morgunkaffi skólastjórnenda og foreldra er í gangi þessa dagana. Þá mæta foreldrar ákveðinna bekkja í skólann kl. 8:10 og byrja á því að ræða við skólastjórnendur og aðra foreldra og drekka kaffi saman. Síðan heimsækja foreldrar bekkinn og taka þátt í skólastarfinu. Í morgun var komið að foreldrum lóanna að koma í morgunkaffi og þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu öll met með því að mæta 100 % og því átti hver nemandi í bekknum sinn fulltrúa í morgunkaffinu.

100 prósent mæting hjá foreldrum lóanna
Birt í flokknum Fréttir.