Í Salaskóla taka nemendur gjarnan rafræn próf en það eru próf sem eru tekin með hjálp tölvunnar inni á námsvef Salaskóla. Í sumum tilfellum birtist einkunn nemanda í lok prófsins. Mikil hagræðing og tímasparnaður er af þessu fyrirkomulagi jafnt fyrir nemendur sem kennara og auk þess sparast hellingur af pappír. Í morgun var einmitt rafrænt próf hjá sjöundubekkingum í tölvuveri skólans og þegar litið var yfir hópinn mátti sjá einbeitnina skína úr hverju andliti. Allmörg próf í 7. – 10. bekk í lok þessarar annar eru með rafrænum hætti.
Rafræn próf í Salaskóla
Birt í flokknum Fréttir.