Í morgun kl. 10:00 var útikennslustofan formlega opnuð. Mættir voru fulltrúar Kópavogsbæjar, starfsmenn fræðsluskrifstofu og skipulags – og umhverfissviðs. Elstu nemendur á Fífusölum og Rjúpnahæð með kennurum sínum og nemendafulltrúar Grænfánans í Salaskóla og kennarar. Einn kennarinn var með gítar og sungu allir saman nokkur lög og bökuðu brauð yfir opnum eldi og fengu heitt kakó.
Þetta var notaleg stund í fallegu stofunni sem á eftir að fá nafn. Allir fóru glaðir og sælir heim. Fullviss um að koma sem fyrst aftur.
Fleiri myndir.