Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör.
Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar. Nokkrir nemendur úr Salaskóla tóku þátt í keppninni og var nemandi úr skólanum í öðru sæti, Friðrik Bjarki Sigurðsson, 6. bekk fyrir ljóðið „Veðrið (Hæka). Viðurkenningar hlutu Eva Benediktsdóttir og Fjóla Breiðfjörð Arnþórsdóttir, 6. bekk Salaskóla, fyrir ljóðið Ströndin.