Góða veðrið kallar á öðruvísi áherslur í skólastarfi eins og dæmin sýna þessa dagana. Nemendur í 6. og 7. bekk tóku fram hjólin sín og reiðhjólahjálmana og hjóluðu með kennurunum sínum í Guðmundarlund í morgun. Veðrið lék við þau allan tímann, farið var í reiptog þar sem stelpur kepptu á móti strákum. Síðan var hoppað og skoppað um víðan völl og allir nutu þess að vera til. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel í ferðinni og allir höfðu gaman af.