Í dag fóru tveir fulltrúar okkar, Karitas Marý Bjarnadóttir í Örnum og Hallgrímur Hrafn Guðnason í Fálkum, og gróðursettu tré í skógarreitnum Tungu í Lindahverfi. Er þetta í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika sem er á morgun 22. maí. Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður- sjóður æskunnar til ræktunar landsins- eru í samstarfi um þetta verkefni.
Þarna hittust fulltrúar allra skóla í Kópavoginum, fulltrúar Skógræktarfélags Íslands og Umhverfisnefndar. Fulltrúar okkar gróðursettu sitthvort tréð.