Salaskóla var slitið þriðjudaginn 9. júní með því að nemendur, foreldrar og starfsfólk söfnuðust saman í sal skólans – um 400 manns.
Hafsteinn skólastjóri þakkaði fyrir veturinn, síðan söng skólakór Salaskóla nokkur vel valin lög og endað var á því að aliir sungu saman Vorvindar glaðir. Rétt er að geta þess í leiðinni að kórinn okkar fékk á dögunum lof í lófa þegar hann söng á afmælishátíð SOS-barnaþorpanna í Ráðhúsinu. Eftir skólaslit bauð foreldrafélagið að venju til vorgleði þar sem ungir sem aldnir áttu stund saman við leik og söng frameftir degi að ógleymdum grilluðu pylsunum sem voru vinsælar þega hungrið svarf að.
Kvöldið áður, 8. júní, voru 10. bekkingar útskrifaðir í fjórða sinn frá skólanum. Mættu þeir prúðbúnir ásamt fjölskyldum sínum á sal skólans þar sem þeir tóku á móti vitnisburði og góðum óskum við hátíðlega athöfn. Við óskum tíundubekkingum til hamingju með áfangann. Myndir frá útskriftinni.