skoalrad.jpg

Fyrsti skólaráðsfundurinn haldinn

skoalrad.jpgNýstofnað skólaráð Salaskóla kom saman í fyrsta skipti miðvikudaginn 22. apríl. En skv. nýjum grunnskólalögum skal nú starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.

Hlutverk skólaráð er m.a. að fjalla um skólanámskrá, starfsáætlun, stefnu skólans, skólareglur og fylgjast með aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.  Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndar­samfélags. Á fundinum var fulltrúi grenndarsamfélagsins kosinn, farið yfir drög að skóladagatali næsta skólaráðs, rætt um fjárveitingar til skólans auk þess sem farið var yfir hlutverk skólaráðs.

Birt í flokknum Fréttir.