Það er hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.
Sjá myndir