Skilaboð frá leynileikhúsinu

Skilaboð frá leynileikhúsinu:

Kæru foreldrar og forráðafólk leynileikara í Salaskóla.

Leynileikhúsið heldur áfram uppteknum hætti og er með námskeið í Salaskóla á haust önn 2019

Opnað hefur verið fyrir skráningu á https://leynileikhusid.felog.is/

SALASKÓLI Á FÖSTUDÖGUM / hefst 13.september
Kl. 14.00-15.00 / 2.-4. bekkur / almennt námskeið / kennt í stofu F5 á rauða gangi

Eldri nemendum er bent á námskeið Leynileikhússins í samstarfi við LK á miðvikudögum

Í Leynileikhúsinu er leikgleðin ávallt höfð að leiðarljósi. Farið er í grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og æfinga. Lögð er áhersla á spuna og mikilvægi persónusköpunar, að gefa skýr skilaboð, hlustun, einbeitingu og samvinnu. Leiklist eykur samskiptahæfni, núvitund og sköpunarkraft barna.

Almenn námskeið: Kennt er einu sinni í viku í 1 klst. í senn en í lok annarinnar eru 11. og 12. tími kenndir saman og enda með sýningu í leikhúsi. Ungu leikararnir fá búning og leikhúsförðun og aðstandendur geta komið og séð börnin blómstra á alvöru leiksviði.

Allir kennarar Leynileikhússins eru starfandi sviðslistamenn með háskólamenntun í listum og góða reynslu af leiklistarkennslu og vinnu með börnum.

Námskeiðsgjöld:
Almennt námskeið er kr. 32.700.-.
Allur kostnaður er innifalinn í verðinu. Leynileikhúsið tekur á móti frístundakorti Reykjavíkurborgar og öðrum tómstundastyrkjum bæjarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 12 nemendur eru í hverjum hópi.

Endilega hafið samband við okkur í síma 864-9373 eða í gegnum netfangið info@leynileikhusid.is ef þörf er á frekari upplýsingum eða hjálp við skráningu.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Bestu leikgleðikveðjur;
Leynileikhúsið.

Birt í flokknum Fréttir.