Vinaviku er lokið og það er álit manna að vel hafi tekist til. Vinabekkir heimsóttu hvern annan og unnu að ýmsum skemmtilegum verkefnum í skólanum. í lokin voru svo vinbekkirnir kallaðir saman á sal þar sem farið var í leiki sem tengdust vináttu og hjálpsemi. Eldri nemendur voru einstaklega ábyrgðarfullir og sýndu þeim yngri mikla umhyggju. Í myndasafni skólans er fjöldi mynda frá vinavikunni.