Hið árlega bekkjarmót í skák hófst í morgun þegar fulltrúar nemenda í 1. – 4. bekk komu saman til þess að tefla í undanrásum. Taflborð voru víða sett upp í skólanum og áhuginn skein úr andlitum hinna ungu skákmanna sem sátu og tefldu af miklum móð.
Bekkjarmótið heldur áfram á næsta mánudag en þá teflir unglingastigið og síðan rekur miðstigið lestina föstudaginn 21. nóvember. Eftir að bekkirnir hafa teflt saman verður lokaúrslit í lok nóvember en þá keppa efstu liðin úr undanrásunum um titilinn besti bekkurinn í skák 2008 í Salaskóla.