Það er allt gott að frétta úr Hrútafirðinum þar sem 7. bekkingar dveljast í eina viku í skólabúðum ásamt nemendum úr Ölduselsskóla og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Allir eru ánægðir og glaðir og skemmta sér hið besta. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka þar sem krakkarnir eiga að sjá um skemmtiatriði. Meðfylgjandi mynd sýnir frá kvöldvöku hjá krökkunum.