Nemendur í 4. bekk voru heldur glaðir á dögunum þegar ákveðið var að fara í útikennslustofuna í einni smiðjunni
sem ber heitið útikennsla. Byrjað var á því að kveikja eld á eldstæði, þá voru pylsur grillaðar og loks var farið í leiki í góða veðrinum. Eins og myndirnar bera með sér var þetta notaleg stund og áreiðanlega heilmikill fróðleikur fólginn í þessu fyrir krakkana í leiðinni. Myndir frá útikennslusmiðju í 4. bekk.