Myndir frá Norræna skólahlaupinu
Í dag, fimmtudaginn 11. september, fór Norræna skólahlaupið fram í Salaskóla en allir skólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Í þessu hlaupi er lögð áhersla á holla hreyfingu og markmiðið er að sem flestir – helst allir- taki þátt. Það gerðu einmitt nemendur í Salaskóla, allir hlupu af stað, og krakkarnir sýndu mikinn dug og mikla elju og skemmtileg stemning skapaðist í kringum hlaupið.
Krakkarnir gátu valið um mismunandi vegalengdir 2,5, 5 km eða að fara 10 km en einn hringur var einmitt 2,5 km. Einhverjir fóru meira að segja 5 hringi sem gerir 12,5 km sem er vel af sér vikið. Að sjálfsögðu var drykkjarsstöð á leiðinni eins og í alvöru hlaupi. En það sem mestu máli skipti er að hver og einn stóð sig gríðarlega vel og fær nú viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Til hamingju með flott hlaup, Salaskólakrakkar.