Nemendur í 7. og 8. bekk hafa verið í góðgerðarþema að undanförnu. Fulltrúi frá Rauða krossinum kom í heimsókn og fræddi okkur um starfsemina. Þemað endaði á kaffihúsi þar sem foreldrar og aðstandendur gátu keypt vöfflur, kaffi, djús, heimgerð jólakort og origami túlípana. Það söfnuðust rúmlega 70.000 kr. Helga Halldórsdóttir kemur frá Rauða krossinum á fimmtudaginn til að taka við peningunum sem söfnuðust á kaffihúsinu.