Nemendur í músarrindlum, sem eru fyrstubekkingar, komu á bókasafnið á dögunum til að læra á það og velja sér bók. Stefanía á bókasafninu kenndi þeim á útlánin og hvert þau ættu að skila bókum þegar þau kæmu með bækurnar aftur. Það voru áhugasamir nemendur sem fylgdust með þessum leiðbeiningum og vönduðu sig síðan við að skrá bækurnar út til þess að taka með niður í kennslustofu. Vafalítið eiga þessir nemendur eftir að koma oft við á bókasafninu í vetur.
Fyrstubekkingar óðum að læra á skólann
Birt í flokknum Fréttir.