Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.
Nemendur okkar í himbrimum og lómum fóru til dvalar á Lauga á mánudaginn og með í för eru kennararnir Jóhanna Pálsdóttir og Rannveig Kristjánsdóttir. Af þeim er allt gott að frétta, krakkarnir eru hressir og kátir og hafa í nógu að snúast. Matráðskonan hefur aldrei hitt eins mikil matargöt, þau eru hreinlega botnlaus. Öruggulega flottasti hópurinn sem hefur komið til Lauga í langan tíma, var okkur tjáð.
Níundubekkingar á Laugum
Birt í flokknum Fréttir.