Nú söfnum við stökum litríkum sokkum í Textílmenntina í Salaskóla. Við ætlum okkur að búa til úr þeim allskyns fígúrur og furðudýr. Við getum líka notað litríkar sokkabuxur og það er í fínu lagi að þær séu götóttar. Tásusokkar eru sérstaklega velkomnir og fingravettlingar. Við þiggjum sokkana með glöðu geði og það má skila þeim í sokkasafnkassann okkar sem er fyrir utan textílstofuna.
Bestu kveðjur Sokkaskrímslin í textílstofunni.