Himbrimar og lómar fengu skemmtilega heimsókn inn í skólastofuna sína í gær þegar lítill kettlingur skaust inn um gluggann. Eins og nærri má geta var ekki kennsluhæft fyrstu mínúturnar en svo komst ró á mannskapinn og kisu litlu virtist líka lífið vel í fanginu á krökkunum eftir að hafa fengið duglega að borða. Kisa verður eitthvað áfram í vörslu á vegum skólans og ef einhver hefur upplýsingar um hvaðan þessi litla kisulóra kemur getur sá hinn sami haft samband við Jóhönnu P. kennara eða skrifstofuna.