2007-2008

Á myndinni eru stjórnendur mótsins ásamt heimsmeisturunum okkar.

Heimsmeistarar: Skólaárið 2007- 2008 hefur verið ansi viðburðarríkt í skákheiminum í Salaskóla.Við byrjuðum haustið á því að fagna heimsmeistartitlinum í liðakeppni skóla fyrir 14 ára og yngri. 5 krakkar úr Salaskóla fóru ásamt þjálfara sínum Hrannari Baldurssyni til Pardubice í Tékklandi þar kepptu þau til sigurs og urðu fyrsta íslenska skólaliðið í skák sen náð hefur heimsmeistaratitli.

Sveit Salaskóla skipuðu eftirfarandi krakkar::

  1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  2. Patrekur Maron Magnússon
  3. Páll Andrason
  4. Guðmundur Kristinn

varam. Birkir Karl Sigurðsson.

 

Móttaka hjá bæjarstjóra

Daginn eftir heimkomuna frá Tékklandi bauð Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi skáksveitinni til móttöku á bæjarstjórnarskrifstofunum. Bæjarstjórinn óskaði fimmmenningunum í skáksveitinni til hamingju með frækilegan árangur og sagði alla bæjarbúa stolta af árangri þeirra.

Skákmeistararnir fengu afhenda viðurkenningu frá bænum og minnti bæjarstjórinn skákfólkið unga á að skákin væri eins og lífið sjálft. Það væri ljúft að sigra en í skákinni eins og lífinu yrði fólk líka að kunna að taka ósigrum. Gunnar sagði skákina mikilvæga íþrótt sem þjálfaði ungt fólk agaða hugsun og einbeitingu.

 

 

Á myndinni sést Þorgerður Katrín afhenda Jóhönnu viðurkenningu.

Móttaka hjá menntamálaráðherra:

 

Þann 30.08.2007 hélt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sérstakt hóf í þjóðmennnigarhúsinu fyrir heimsmeistarana úr Salaskóla, aðstandendur þeirra , þjálfara og fulltrúa Salaskóla, ýmsa fulltrúa úr skákhreyfingunni ásamt fulltrúum Kópavogsbæjar.

Þorgerður Katrín flutti gestunum ávarp og færði heimsmeistaraliðinu viðurkenningar frá Menntamálaráðuneytinu.  Síðan var boðið til kaffisamsætis á vegum ráðuneytisins.

 

 

 

 

Boðsferð til Namibiu.

Á myndinni er keppnisliðið ásamt styrktaraðilum ferðarinnar þeim Sighvati Björgvinnsyni frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, fulltrúum Hróksins og Gunnari Birgissyni bæjarstjórá í Kópavogi.

Þann 12 september var Salaskólaliðið á leið til Namibiu í boði Þróunarsamvinnustofnunar íslands og Kópavogsbæjar.

Þessi ferð var mikið ævintýraferðalag sem hófst með þátttöku Salaskólakrakkana í meistarmóti Namibiu í flokki ungmenna 20 ára og yngri og kepptu krakkarnir með þeim elstu í flokki 18 til 20 ára.  Hópurinn sem fór til Namibiu voru þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Patrekur Maron Magnússon, Páll Andrason, Guðmundur Kristinn Lee og Birkir Karl Sigurðsson, öll á aldrinum 11–14 ára. Þjálfarar og fararstjórar voru Hrannar Baldursson og Tómas Rasmus.

_E_NO_IMAGE

Á myndinni sjást þeir sem voru á toppnum í bardaganum um Namibiumeistaratitilinn. Jóhanna Björg í baráttu við Fani sterkasta Namibiumanninn yngri en 20 ára og Patrekur að keppa við þýskættaðan Namibiumann úr Þýskum menntaskóla. Okkar krakkar kepptu við þá sem voru ca. 4 til 6 árum eldri en þau.

Skemmst er frá því að segja að Patrekur Maron Magnússon sigraði þetta mót en fékk ekki að njóta verðlaunannan þar sem hann var Íslendingur.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir skákmótið lá leiðin út í hinn villtari hluta Afríku.

_E_NO_IMAGE

Á þessari mynd sjást Jóhanna og Birkir ræða málin við Stefán Jón Hafstein í safarileiðangri.

Síðan var ferðast um Namibíu og heimsóttir nokkrir skólar, þar sem krakkarnir okkar sýndu skák og færði Afrískum krökkum gjafir. Einnig fengum við að fara í skemmtiilegar safariferðir:

 

Bekkjarmótið 2007.   Í Salaskóla hefur skapast sú hefð að halda liðakeppni í skák milli bekkja að hausti. Í ár kepptu 24 lið.

Í fyrsta sæti voru.

_E_NO_IMAGE

Á myndinni eru besti skákbekkurinn 2007-2008 Svölurnar ásamt umsjónarkennara.

  1. Guðmundur Kristinn Lee
  2. Steindór Snær Ólason
  3. Guðjón Birkir Björnsson

 

Í öðru sæti var 9. bekkur Fálkar.

Í liði Fálka voru:

Jóhanna Björg, Patrekur Maron, Valdimar

 

 

Áramótin 2007 – 2008.

Hrannar Baldursson hættir skákkennslu í Salaskóla 

Við síðastliðin áramót tilkynnti okkar ástsæli skákþjálfari, heimspekingur og kennari, Hrannar Baldursson að hann gæti ekki sinnt skákþjálfun með

_E_NO_IMAGE

Á myndinni sést Hrannar hugsa ánægjulegar hugsanir, en góður hugur einkennir þann mann.

góðu móti í Salaskóla lengur. Hann var búinn að vinna með okkur í mörg ár að uppbyggingu skákmenningar í Salaskóla og verður hans sárt saknað.

 

– Hér er smá dæmi um pælingar ættaðar frá Hrannari:

Almennum lesanda gæti þótt skákmót lítt spennandi fyrirbæri, þar sem fólk situr andspænis hvort öðru, horfir á fígúrur á 64 reitum, ýtir á klukku og virðist vera gífurlega spennt yfir einhverju sem er að gerast á borðinu. Þó að ekki allir sjái þau undur og stórmerki sem gerast á þessum 64 reitum, eiga flest börn sem iðka keppnisskák það sameiginlegt að þau fatta þetta. Og ekki bara það, þeim finnst þetta frábær skemmtun.

Það getur verið gaman að sjá tvö börn búa til fullt af vandamálum á skákborðinu fyrir hvort annað og gera síðan sitt besta til að leysa þau. Lausnirnar eru ekki alltaf auðfundnar, en yfirleitt sigrar sá sem er útstjónarsamari og áttar sig betur á manngangi taflmannanna og tengslum allra þessara reita. Börnin þurfa að læra byrjanir sem gera þeim fært að koma sér í góða stöðu sem jafnframt býr til vandamál fyrir andstæðinginn, síðan þurfa þau að vinna úr þeim vandamálum sem andstæðingnum tekst að skapa og takist að leysa þau getur skákin unnist. 

Þau þurfa að læra um sókn og vörn, áætlanir og skjót viðbrögð, tíma og rúm, siðferði og hegðun, útreikninga og innsæi, þekking og visku; og þannig fram eftir götunum. Skák er íþrótt sem reynir á þolinmæði, útsjónarsemi og hraða en jafnframt nákvæma hugsun.

Þessi pæling var birt á Bloggsíðu Hrannars þegar hann lýsti Íslandsmótinu í liðakeppni grunnskóla vorið 2007.

 

Skákskóli Íslands með útibú í Salaskóla.

Undir lok janúarmánaðar 2008 buðu forsvarsmenn Skákskóla Íslands þeir Bragi Kristjánsson og Helgi Ólafsson okkur til skrafs og ráðagerða um möguleika á samvinnu Skákskólans og Salaskóla. Tómas Rasmus og Hafsteinn Karlsson sátu þennan fund og tókst okkur að ná samningum sem báðir aðilar voru mjög sáttir með.  Þar var ákveðið að skákskólinn myndi senda okkur einu sinni í viku einn öflugan skákkennara sem gæti sinnt þeim nemendum sem lengst eru komnir.

Kennslan fór fram á miðvikudögum og nýttu rúmlega 10 nemendur sér þessa kennslu.

Aðalkennarinn var stórmeistarinn Henrik Danielsen.

 

Meistaramót Salaskóla.

Í byrjun árs 2008 hófst síðan meistaramót Salaskóla þar var keppt í 3 undanriðlum.

1..4. bekkur 5..7. bekkur og 8..10 bekkur. Alls tóku 168 krakkar þátt í undanrásum. Síðan var safnað saman 36 bestu ca. 12 úr hverju aldurshólfi og keppt um titilinn meistari Salaskóla. Þetta mót var eitt stærsta skákmót landsins á þessum vetri og örugglega stærsta skólamóts í skák á þessu ári.

_E_NO_IMAGE

Á myndinni eru verðlaunahafar á meistarmóti Salaskóla.

 

Meistarar Salaskóla urðu.

1..4.  bekkur   Hildur Berglind Jóhannsdóttir

5..7. bekkur Guðmundur Kristinn Lee

8..10. bekkur Páll Andrason.

 

 

 

Páll Andrason sigraði síðan heildarmótið og var krýndur meistari meistaranna árið 2008_E_NO_IMAGE

Þann titil hafa áður hlotið snillingarnir, þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon

 

 

 

 

 

 

Páll Andrason sigraði síðan heildarmótið og var krýndur meistari meistaranna árið 2008

Þann titil hafa áður hlotið snillingarnir, þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Patrekur Maron Magnússon

_E_NO_IMAGE

Á myndinni eru forseti Skáksambandsins Guðfríður Lilja ásamt skákdrottningunum okkar í A liðinu frá vinstri: Gulla, Jóhanna, Hildur, Guðbjörg og Klara.

B liðið varð íslandsmeistari B liða.

_E_NO_IMAGE

Á myndinni eru Íslandsmeistarar B liða frá vinstri: Gulla liðsstjóri, Signý, Gerður Hrönn, Ragnheiður Erla og Eva.

Í Einstaklingskeppninni voru allar stelpurnar mjög framarlega og fengum við 2 Íslandsmeistaratitla.

_E_NO_IMAGE

Hildur Berglind varð meistari í 3.ja til 4.bekk.

_E_NO_IMAGE

Signý varð meistari í yngsta flokki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslandsmót barnaskólasveita var haldið í Salaskóla dagana 8 og 9 mars 2008.

Eyjamenn og skáksveit Rimaskóla urðu jafnir í 1.-2. sæti en Eyjamenn höfðu betur í einvígi 4,5-3,5.  Skáksveit Salaskóla varð í þriðja sæti

Röð efstu liða:

  1. Grunnskóli Vestmannaeyja 30 v. + 4½ st.
  2. Rimaskóli A 30 v. + 3½ st.
  3. Salaskóli A 26,5 v.
  4. Rimaskóli B 23 v.
  5. Glerárskóli, Akureyri 23 v.
  6. Salaskóli C 19 v.
  7. Salaskóli B 18,5 v.
  8. Hólabrekkuskóli A 18 v.
  9. Hjallaskóli A 17,5 v.
  10. Grunnskóli Mýrdalshrepps A 17 v

Alls tóku 17 sveitir þátt.

Í A liði Salaskóla voru þau: Guðmundur Kristinn Lee, Birkir Karl Sigurðsson, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Björn Ólafur Björnsson.

Bestum árangri á 1 borði náði Guðmundur Kristin Lee eða 7,5 v af 9.
Bestum árangri á 2 borði náði Birkir Karl Sigurðsson með 9 v af 9.

Besta C liðið var C lið Salaskóla og urðu þeir Íslandsmeistarar í flokki C liða.

C liðið skipuðu þau: Jón Smári Ólafsson, Klara Malin, Óðinn Þorvaldsson, Kristófer Snær Stefánsson, Jón Arnar Sigurðsson, Signý Sigurðardóttir.

 

 Íslandsmót grunnskólasveita 2008.

IMG 7147Íslandsmót grunnskólasveita 2008 fór fram í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur dagana 12. og 13. apríl.

Salaskóli getur verið stoltur af frábærri frammistöðu nemenda sinna á Íslandsmóti grunnskólasveita 2008. Skólinn átti flestar sveitar á mótinu, A,B,C,D,E sveitir og allar náðu þær árangri. D og E sveitirnar fengu verðlaun í sínum flokki. C-sveitin var jöfn C-sveit rimskælinga með 17 vinninga en þeir síðarnefndu unnu á stigum. B-sveit Salaskóla var í öðru sæti aðeins hálfum vinning undir B-sveit Laugalækjarskóla og A-sveitin átti í gríðalega spennandi keppni um fyrsta sætið allan sunnudaginn!

Úrslitin réðust ekki fyrr en í langsíðustu skák dagsins milli Patreks og Svanbergs úr Hvaleyrarskóla og tapaði Patti á síðustu sekúndu. Hefði hann unnið þá hefði orðið bráðabani milli Rimaskóla og Salaskóla en úrslitin voru ljós og vann Rimaskóli með 32 vinninga og Salaskóli varð í öðru með 31 vinning. Frábær árangur og hrikalega spennandi keppni.

Salaskóli átti fleiri sigurvegara á mótinu en Jóhanna (2. borð 8/9), Palli (3. borð 8,5/9) og Eiríkur (4. borð 8,5/9) fengu öll borða verðlaun.

Rimskælingarnir Hjörvar (1. borð 9/9) og Sverrir (8,5/9) fengu einnig borðaverðlaun.

Eins og sést á þessum árangri þá voru allir meðlimir aðalliðsins okkar í baráttu við þá bestu allan tímann.

 

Á undan viðureigninni milli Rimaskóla og Salaskóla stilltu stoltir skólastjórar sér upp.

 

Þeir gætu verið að hugsa er minn skóli betri en þinn !

Salaskóli var með yngstu keppendurna og stóðu þeir sig vel.

 

D lið Salaskóla Íslandsmeistarar í sínum flokki. D liðið skipuðu þau Ragnhildur Erla ( var ekki með á sunnudeginum )  Sandra (var ekki með á laugardeginum), Klara, Magnús og Óðinn.

 

E lið Salaskóla Íslandsmeistarar í sínum flokki, þetta var lang yngsta liðið í keppninni en alls ekki það lakasta því þeir urðu meistarar í flokki  E liða.

Í E liðinu voru þeir Breki, Viðar, Jóna Arnar, Þorkell og Gunnar Björn  ( Gunnar komst ekki á sunnudeginum því er hann ekki með á myndinni). Þessir ungu kappar eru framtíðar keppnismenn og geysilega efnilegir.

Kópavogsmeistarmótið 2008.

Kópavogsmeistarmótið í skólaskák var haldið föstudaginn 28.03.2008 í Salaskóla.

Mótsstjórar voru þeir Tómas Rasmus og Smári Rafn Teitsson.

Keppt var í tveimur aldurshólfum 1. til 7. bekkur og 8. til 10. bekkur.

Alls mættu um 100 keppendur frá 5 skólum og máttu skólar senda allt að 10 keppendur í hvorn flokk fyrir sig. Umhugsunartími var 10 mín. Mótið var styrkt af Kópavogsbæ og Salaskóla.

Úrslit úr yngri flokki:

Röð
1 Birkir Karl Sigursson 8 v. Salaskóla
2 Benjamín Gísli Einarsson  7v.  Lindaskóla
3 Kristófer Orri Guðmundsson 6 v. Vatnsendaskóla
4 Baldur Búi Heimisson 6 v. Salaskóla
5 Óttar Atli Óttarsson 6 v. Vatnsendaskóla
6 Steinar Eiríkur Kristjánsson 6 v. Hjallaskóla
7 Árni Gunnar Andrason  6 v. Lindaskóla

Úrslit úr eldri flokki:

1 Páll Andrason  6,5 v. Salaskóli
2 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5 v. Salaskóli
3 Patrekur Maron Mangússon  5,5 v. Salaskóli
4 Andri Steinn Hilmarsson 5v. Lindaskóli
5 Elvar Frímann Frímannsson 5v. Lindaskóli
6 Ómar Yamak 5v. Salaskóli
7 Ragnar Eyþórsson 4,5 v. Salaskóli

 

Efstu tveir úr hvorum flokki öðluðust síðan keppnisrétt á Kjördæmismeistarmóti Reykjaneskjördæmis en það urðu þau Páll, Jóhanna og Birkir úr Salaskóla og Benjamín úr Lindaskóla.

 

Kjördæmismeistaramót Reykjaneskjördæmis 2008.

Nemndur Salaskóla bestir í Reykjneskjördæmi í skák.

Kjördæmismeitaramótið var einnig haldið í Salaskóla þann 22.04.2008 og komu fulltrúar frá nokkrum sýslufélögum í Reykjaneskjördæmi, þ.a.e.s. Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Mótsstjóri var hin frábæri skákdómari Páll Sigurðsson, en hann mun einnig stjórna landsmótinu sem verður í Bolungarvík í lok april 2008.

Úrslit urðu sem hér segir:

Jóhanna tefldi af öryggi og uppskar samkvæmt því og varð kjördæmismeistari 2008

Röð  Nafn                                  Skákstig      Skóli                     V    Stig.

1 Jóhanna Björg Jóhannsdótt,    1680 Salaskóli                   5     10.00
2 Svanberg Már Pálsson,            1705 Hvaleyrarskóli           4      6.00
3 Geirþrúður Anna Guðmundsd,  1470 Grunnskóli Seltjarn.  3      3.00
4 Stefanía Bergljót Stefáns,        1295 Grunnskóli Seltjarn.  2      1.00
5 Páll Snædal Andrason,             1635 Salaskóli                   1      0.00
6 Aron Singh Helgason,                        Víðistaðaskóli           0      0.00

 

Birkir og Friðrik Þjálfi telfdu hreina úrslitaskák í þessu móti þar sem Birkir sigraði og varð kjördæmismeistari 2008.

Röð  Nafn                             Skákstig     Skóli                 V    Stig.

1 Birkir Karl Sigurðsson,         1290 Salaskóli                  5     10.00
2 Friðrik Þjálfi Stefánsson,     1495 Grunnskóli Seltjarn. 4      6.00
3 Benjamín Gísli Einarsson,   1360 Lindaskóli                 3      3.00
4 Jón Hákon Richter,             1265 Öldutúnsskóli           2      1.00
5 Hans Adolf Linnet,                       Setbergsskóli          1      0.00
6 Stefán Páll Sturluson,                  Flataskóli                 0      0.00

 

Athygli vakt að að helmingur keppenda í eldri flokki voru stúlkur og þar af allar í 3 af 4 efstu sætum og áttu sigurvegarann.

Þessi úrslit þýða að á Landsmóti verða t.d. 4 nemendur Salaskóla. Því Guðmundur Kristinn Lee og Patrekur Maron Magnússon komust á Landsmót á stigum sem varamenn.

Jóhanna, Birkir Karl og Friðrik Þjálfi fara áfram á Landsmót sem haldið verður í Bolungarvík og hefst næstkomandi fimmtudag.

Um aðdraganda að íslandsmóti í skólaskák. Síðan árið 1980 hefur veriið keppt í sérstakri skólaskák sem er skipulögð um allt land þannig:  Fyrst er keppt í skólum og fundnir sterkustu skákmenn hvers skóla, heildarfjöldi á þeim skólamótum eru í kringum þúsund börn, efstu úr hverjum skóla fá að keppa á sýslumóti og þar komast fyrir kannski 100 á hverju móti. Síðan komast 2 efstu úr sýslumóti á kjördæmismót og þá eru kannski 10 til 12 krakkar að keppa. Efsti úr kjördæmismóti fær síðan að mæta á landsmót. Gömlu kjördæmin eru 8 og fær hvert þeirra einn fulltrúa í hvoru aldurshólfi, síðan fær kjördæmið sem hledur mótið að senda einn aukafulltrúa og að lokum það kjördæmið sm átti verðlaunasæti á síðasta landsmóti.

Því er það mikill heiður ef nemandi úr okkar skóla fær að keppa á þessu virta móti. En nú var ekki einn heldur verða fjórir keppendur frá Salaskóla á  Íslandsmeistarmótinu í skólaskák 2008  dagana 24.04.2008 til 27.04.2008.

Íslandsmótið í skólaskák 2008

Íslandsmótið var haldið í Bolungarvík og tóku fjórir krakkar úr Salaskóla þátt í mótinu, þau Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Birkir Karl Sigurðsson og Guðmundur Kristinn Lee.  Krakkarnir okkar stóðu sig vel því það var ekki ein einasta skák auðveld því hér var saman komið úrval þeirra bestu í landinu.

Úrslit yngri flokkur efstu 8:

  1. Mikael Jóhann Karlsson 9½ v.
    2.-3.Dagur Andri Friðgeirsson og Friðrik Þjálfi Stefánsson 9 v.
    4. Guðmundur Kristinn Lee 7½ v.
    5.-6. Ólafur Freyr Ólafsson og Dagur Kjartansson 6½ v.
    7. Emil Sigurðarson 6 v.
    8. Birkir Karl Sigurðsson 5½ v.

Úrslit eldri flokkur efstu 8:

  1. Patrekur Maron Magnússon 11 v.
    2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 9 v.
    3. Svanberg Már Pálsson 8½ v.
    4. Jóhann Óli Eiðsson 8 v.
    5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 6½ v.
    6.-7. Jökull Jóhannsson og Nökkvi Sverrisson 6 v.
    8. Hörður Aron Hauksson 5 v.

Patrekur  vann alla sína andstæðinga og sigraði með yfirburðum. Patrekur sló því met. Það hefur ekki nokkur maður náð að sigra íslandsmóti af meira öryggi.  það er ekki hægt að gera betur en vinna alla.

 

TR. maí 2008