Salaskóli hefur tekið þátt í Comeníusarverkefnum frá árinu 2003.
Árið 2003-2006 var verkefni í gangi sem hafði þemað VATN sem viðfangsefni.
Haustið 2006 hófst síðan nýtt Comeníusarsamstarf um verkefnið HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL sem stóð til ársins 2009. Heimasíða verkefnisins. Í verkefninu voru eftirfarandi þáttökulönd:
Finnland, Eistland, Kýpur, England, Ísland
Skólaárið 2012- 2014 tókum við þátt í verkefninu Europe- Ready, Steady, Go!
Olympíuleikarnir gáfu verkefninu innblástur. Við kynntum landið okkar, siði og menningu. Þátttökulöndin með okkur voru Þýskaland, England, Spánn og Kýpur.
Afrakstur:
Matreiðslubókin COMENIUS COOKING 2014
Salaskóli er í samstarfi í vetur við tvo skóla í Eistlandi og einn í Litháen. Verkefnið snýst um að skiptast á reynslu og þekkingu. Kennarar taka þátt í námskeiðum í hverju landi þar sem þeir kenna hver öðrum aðferðir í verkgreinakennslu. Einnig kynnast kennarar menningu og skólastarfi hvers lands fyrir sig. Salaskóli fær kennara frá Eistlandi og Litháen í heimsókn í janúar 2020.
Salaskóli er í samstarfi við tvo skóla á Möltu, Skóla á Írlandi, Tyrklandi og Slóveníu. Samstarfið er til tveggja ára 2019-2022 og er yfirskriftin BOOST sem er skammstöfun fyrir Building On Opportunities for Story- Telling. Þetta verkefni er sjálfstætt framhald af fyrra samstarfi sem hét LATCH eða Literacy at the children´s heart. Það verkefni var unnið á árunum 2017 – 2019. Bæði verkefnin eru til að deila reynslu kennara frá nokkrum Evrópulöndum um lestrarkennslu og hvernig hægt er að auka lestraráhuga nemenda.
Skólastjórnendaskipti
Samstarf er milli Kennarasambands Alberta fylkis í Kanada og Skólastjórafélags Íslands. Hulda Björnsdóttir deildarstjóri fór til Kanada í lok október og fylgdi aðstoðarskólastjóra í Calgary eftir í viku. Í mars 2020 kemur síðan aðstoðarskólastjórinn frá Kanada og fylgist með störfum stjórnenda í Salaskóla í viku. Eru þetta bæði fagleg og menningarleg tengsl.
Skólastjórnendur í vinabæjum Kópavogs á norðurlöndum hittast.
Skólastjórnendur í vinabæjum okkar í Kópavogi hittast með reglulegu millibili og nú síðast í Odense í Danmörku. Hafsteinn Karlsson skólastjóri tók þátt að þessu sinni í október.
Samstarfsverkefni með skóla í Japan
Umsjónakennarar og nemendur í 7.bekk vinna nú að verkefni í samstarfi með skóla í Japan. Verkefnið tengist heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna. Þau fengu úthlutað tveimur markmiðum, #11 sjálfbærar borgir og samfélög og #12 ábyrg neysla. Nemendurnir öfluðu sér heimilda um þessi markmið og tengdu það við jökla á Íslandi. Þau gerðu svo risastórt hugarkort með teikningum. Í byrjun næsta árs gera svo þessir tveir skólar listaverk sem þau munu hanna í sameiningu. Nemendur hér mála einn helminginn og nemendurnir frá Japan mála hinn.