Hagnýtar upplýsingar
Forstöðukona frístundar í Salaskóla er Kristrún Sveinbjörnsdóttir og aðstoðar forstöðukona er Katrín Magdalena Haig Konráðsdóttir. Frístundin er fyrir börn í 1.-4. bekk. Það er hægt að ná í okkur í síma allan daginn en fyrir klukkan 13:00 þarf að hringja í 441-3200 og eftir 13:00 er hver árgangur með sér símanúmer sem foreldrar geta náð í. Símanúmerin eru:
1.bekkur: 893-7901
2.bekkur: 893-7902
3.bekkur: 893-7903
Einnig er hægt að koma skilaboðum áleiðis til okkar fyrir kl 12:50 á netfangið salafristund@kopavogur.is. Ef nauðsyn krefur er hægt að koma skilaboðum í gegnum skólaritara.
Allar umsóknir í frístund þurfa að berast í gegnum þjónustugátt Kópavogs eða í gegnum Völu
Í frístund Salaskóla eru skráðir 105 þátttakendur skólaárið 2025-2026 sem skiptast eftir árgöngum á eftirfarandi hátt:
1. bekkur: 41
2. bekkur: 38
3. bekkur: 23
4. bekkur: 3
Frístundin er opin frá 13:20 – 16:30 alla virka daga. Frístund hefur tvo skipulagsdaga á skólaárinu og þeir eru 12. nóvember 2025 og 10. mars 2026. Þegar það er vetrarfrí í skólanum er frístundin lokuð. Þegar skólinn er með skipulagsdaga og foreldraviðtöl þá er opið í frístund frá kl 8:00 – 16:30. Skrá þarf sérstaklega á þessa daga með því að fara í gegnum þjónustugátt og skrá í lengda viðveru í Völu. Einungis er tekið á móti skráðum börnum þessa daga.
Opnunartími á sérstökum skráningardögum er 08:00 – 16:00
Frístundin er lokuð á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag.
Í dymbilviku er opið frá 08:00-16:00
Lágmarksfjöldi skráðra barna í jóla- og páskaopnun eru 8 börn. Skrá þarf börnin og greiða sérstaklega fyrir þessa daga og ekki er tekið á móti óskráðum börnum.
Forföll eru tilkynnt til skólaritara eða í gegnum Mentor. Öll önnur forföll eða frávik þarf að tilkynna til frístundar.
Gjaldskrá og innheimta
Gjaldskrá má sjá á viðkomandi hlekk https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra
Innheimta dvalar- og matargjalda fyrir frístund fer fram hjá innheimtudeild Kópavogsbæjar. Innheimta fer fram samkvæmt innheimtureglum Kópavogsbæjar. Skóli kemur óformlega að innheimtu eins og hér segir og sér um að segja upp vist/áskrift ef ekki er gengið frá greiðslu eftir ákveðinn tíma.
- 1. hvers mánaðar er gjalddagi. Gjöld í frístund eru innheimt eftir á.
- 10. hvers mánaðar er eindagi.
- 12. hvers mánaðar sendir innheimtudeild út stöðu vanskila. Skal skóli veita óformlega áminningu hafi skuld ekki verið greidd (t.d. símtal eða tölvupóstur) áður en formlegt ferli af hálfu bæjarins fer af stað.
- 20. hvers mánaðar hefst formlegt ferli af hálfu bæjarins, þá er send áminning frá bankanum til þeirra sem ekki hafa greitt.
- 10. næsta mánaðar fer krafa í milliinnheimtu til Inkasso hafi skuld ekki verið greidd og er þá úr höndum bæjarins. Sjá nánar ferli mála í milliinnheimtu og löginnheimtu í innheimtureglum Kópavogsbæjar.
- Ef skuld hefur ekki verið greidd að tveimur mánuðum liðnum skal skólinn segja vist barns upp frá og með næstu mánaðarmótum þar á eftir.
Starfið í vetur – Frístund
Starfið í frístund er fjölbreytt en okkar markmið er að allir fái verkefni við hæfi og innan þeirra áhugasviðs. Við búum til dagskrár fyrir árgangana sem gilda í um það bil 4 vikur í senn en svo brjótum við upp dagskránna tvisvar á önn með ,,frjálsri viku” þar sem margt spennandi er í boði.
Dagskrá fyrir árganga er send út til foreldra en sama dagskráin gildir í 4 vikur. Dagskránni er svo breytt til að þau börn sem eru á æfingum ákveðna daga geti prófað þá klúbba sem eru í boði á þeirra æfingadögum, ásamt því að nýjir klúbbar byrja og aðrir fara í pásu.
Opnar vikur eru tvisvar á önn. Þá brjótum við upp hefðbundna dagskrá og bjóðum upp á spennandi leiki og verkefni. Þá má til dæmis nefna fjarsjóðsleit, búningadaga, bíó dag og kareeoke.
Almennt byggist starfið okkar á hópastarfi. Skipt er í hópa eftir árgöngum en í ár eru 1. og 2. bekkur með sameiginlega dagskrá og 3. og 4.bekkur. Skipulögð dagskrá til 15:30 alla daga. Síðdegishressing er frá kl 14:00-14:30 alla daga en þau börn sem fara fyrr í tómstundir fá hressingu um kl 14:00. Hjá okkur er lögð áhersla á hreyfingu og útiveru svo það er alltaf í boði að fara út að leika þó að dagskrá inni sé hafin. Á vorönn er farið í hjóla- og göngutúra um hverfið okkar og skemmtileg svæði í næsta nágrenni skoðuð.
Í frístundinni er tafla sem börnin velja sér stöð/klúbb til að vera á. Þegar þau velja færa þau mynd af sér á þá stöð sem þau ætla að vera á. Við leggjum mikið upp úr því að hafa starfið sjónrænt til að einfalda börnunum að vita hvað er í boði.
Hér er sýnishorn af dagskrá fyrir 1.-2.bekk
Frístundalæsi í Salaskóla
Frístundalæsi er margverðlaunaður hugmyndabanki sem hefur það markmið að efla mál- og læsisþróun barna með leik og skapandi starfsemi á frístundaheimilum. Þar er að finna fjölbreyttar leiðir sem nýtast í daglegu starfi til að styrkja bæði málþroska og lesskilning. Hvert frístundaheimili getur valið hugmyndir sem henta best og aðlagað að eigin þörfum og aðstæðum.
Hugmyndabankinn byggir á sjö ólíkum tegundum læsis sem frístundaheimili vinna markvisst með, að undanskildu hefðbundnu læsi sem fléttað er inn í allar tegundirnar. Þær eru:
- Félagslæsi
- Lista- og menningarlæsi
- Miðlalæsi
- Samfélagslæsi
- Vísindalæsi
- Náttúru- og umhverfislæsi
- Heilsulæsi
Við nýtum við frístundalæsi á margvíslegan hátt. Við bjóðum upp á fjölbreyttar smiðjur sem ýta undir sköpun, forvitni og lærdóm. Má þar nefna:
- Skrímslasmiðju
- Vísindasmiðju
- Útismiðju
- Listasmiðju
Við eigum einnig gott samstarf við Roðasali þar sem hópar barna fara reglulega í heimsókn.
Auk smiðjanna leggjum við áherslu á að frístundalæsi sé sýnilegt í umhverfi okkar. Á veggjum frístundarinnar má meðal annars finna:
- Skipulag dagsins
- Leiðbeiningar um útiföt í samræmi við veður
- Útileik mánaðarins
- Starfrófið á nokkrum tungumálum
- Ýmislegt fræðandi og hvetjandi efni
Með þessum hætti verður frístundalæsi lifandi hluti af daglegu starfi þar sem börnin fá fjölbreytta reynslu og tækifæri til að þroskast og læra í gegnum leik.
Hópastarf sem er alltaf í boði
Föndur: Hjá okkur er alltaf í boði að föndra en á ákveðnum dögum er sérstakt föndur í boði en sem dæmi er í boði á þriðjudögum fyrir 1.-2. bekk að puttaprjóna og búa til armbönd. Einnig erum við með sérstakt föndur í kringum hátíðir eða skemmtanir eins og til dæmis páska og hrekkjavöku.
Bókasafn: Við erum með sófakrók þar sem er alltaf í boði að sitja í rólegheitum og lesa/skoða bækur.
Salurinn: Þar er farið í stærri hreyfileiki og föstudagsfjörið er yfirleitt þar.
Útivera: Hjá okkur geta börnin alltaf valið að vera úti að leika. Það er alltaf starfsmaður á útivakt sem fer með þeim börnum út sem kjósa útiveru.
Frjáls leikur: Sama hvað er í boði hvern dag býðst börnunum alltaf frjáls leikur.
Klúbbar á dagskrá: Ýmsir klúbbar eru í gangi á hverju skólaári en það ræðst eftir áhugasviði og getu starfsfólks. Í ár verður snyrtistofa opin á miðvikudögum fyrir 3. – 4.bekk og þar verður í boði að læra hárgreiðslur, búa til baðbombur, fá naglalakk, andlitsmálningu og ýmislegt fleira. Við erum einnig með legóklúbb, fót- og körfubolta klúbb og ýmsa klúbba sem börnin biðja um og sem dæmi má nefna star wars og hjóla klúbbinn sem er á dagskrá þangað til í lok september.
Hressing: hressing í frístund er klukkan 14:00 þetta skólaárið. Börnin koma því fyrst í frjálsan leik í frístund þegar að skóla lýkur, fara svo í hressingu kl 14:15 og eftir það hefst smiðju og/eða klúbbastarf. Eldhúsið sér um hressinguna og uppsetningu á matseðli í samstarfi við frístund en við reynum að hafa fjölbreytt úrval af mat. Eftir hressinguna eru ávextir í boði sem börnin geta gengið í þangað til þau fara heim.
Tómstundir: Það eru mörg börn sem fara frá okkur í tómstundir en misjafnt er hvort þau fara í frístundabíl eða í Gerplu. Þau börn sem nota frístundabíl þurfa að vera skráð í hann sérstaklega. Frístundabílarnir fara í öll íþróttahús í Kópavogi en hver bíll stoppar tvisvar á dag hjá okkur.
Innra mat: Á hverjum virkum degi hittast forstöðumenn og frístundaleiðbeinendur áður en frístund hefst og fara yfir komandi dag. Einnig eru mál rædd sem upp hafa komið sem þarf að koma í veg fyrir að endurtaki sig eða mál sem fóru vel og við viljum gera meira af. Á þessum fundum gefst starfsmönnum tækifæri á því að koma til skila því sem þeim liggur á hjarta varðandi starfið og hafa þannig áhrif á vinnuumhverfi sitt sem og dagskrá.
Hver árgangur hefur umsjónarmann, sem ber ábyrgð á því að funda reglulega með börnunum til að fá fram hugmyndir þeirra um hvað þau vilja gera í frístund. Hugmyndir barnanna eru settar á dagskrána eftir bestu getu, þannig að þau fá tækifæri til að hafa áhrif á innihald og skipulag dagskrárinnar.
Ytra mat: Þjónustukönnun frístunda í Kópavogi var send út 16. janúar 2025 og var opin í 2 vikur. Tilgangurinn með þjónustukönnun var að fá fram skoðanir foreldra á gæðum frístundastarfs í Kópavogi með það að markmiði að fá fram það sem vel er gert og bæta það sem betur má fara.
Heilt yfir kom þjónustukönnun í Salaskóla vel út. Hér eru dæmi um það sem foreldrar eru ánægðir með:
- Foreldrar barna sem þurfa á sérstakri þjónustu eða stuðningi að halda í frístund eru ánægðir með hvernig þörfum barna þeirra er mætt.
- Um 80% svarenda telja barn sitt ánægt í frístundastarfinu
- Um 90% svarenda telja börnin hafa næg tækifæri til útiveru
- Um 80% telja börnunum bjóðast fjölbreytt viðfangsefni í frístund
- Barnið/börnin geta leitað til starfsfólks ef eitthvað kemur upp á
- Stjórnendur frístundar er aðgengilegir foreldrum
- Upplýsingaflæði og samstarf við foreldra er gott
- Aðstaða frístundar er góð
Það sem foreldrum finnst helst þarfnast úrbóta við:
- Í opnum svörum eru nokkrar athugasemdir um húsnæði og rými, þó um 70% svarenda segist almennt vera ánægð. Um 30% svarenda telja að í húsnæði þurfi að vera hægt að bjóða upp á rými fyrir ró og næði
- Síðdegishressing, skerpa þarf á matseðli og framboði á hollri hressingu
- Opin svör benda til að mæta megi þjónustu, fagmennsku og viðmót starfsfólks
Starfið er faglegt og gengur vel – hins vegar eru einnig tækifæri til úrbóta og eftirfarandi eru atriði sem foreldrar benda á að megi bæta í starfinu.
Skólabragur
Hjá okkur á öllum að líða vel og upplifa sig sem hluta af heild. Við leggjum áherslu á að bæði starfsfólk og nemendur beri virðingu fyrir öðrum og komi fram að vinsemd og virðingu. Við erum með barnalýðræðisfundi reglulega með árgöngunum þar hópstjórar fá hugmyndir frá börnunum um hvað má gera betur og reynum eftir fremsta megni að verða við óskum þeirra. Ef upp kemur ósætti eru haldnir sáttarfundir og leitað leiða til að bæta líðan allra aðila. Við erum með ýmis umbunarkerfi fyrir nemendur sem eiga erfitt uppdráttar og það hefur reynst vel.
Ef grunur vaknar um einelti
Ef grunur vaknar um einelti þá fylgjumst við vel með og grípum inn í. Haft er samband við foreldra og námsráðgjafi er settur í málið. Unnið er eftir eineltisáætlun Salaskóla.
Barnaráð
Barnaráð er starfandi í frístundinni. Þar er verið að vinna betur með barnalýðræði. Við fáum reglulega hugmyndir frá börnunum um hvað má betur fara í frístund, hvað þau vilja gera meira af og hvort og hverju þau vilja koma máli eða klúbb á dagskrá.
Foreldrasamstarf
Við leggjum mikið upp úr að foreldrasamstarf sé gott. Við sendum út póst á hverjum föstudegi til foreldra með upplýsingum úr starfinu og um það sem er á döfinni. Við viljum að bilið á milli foreldra og frístundar sé sem minnst. Öllum póstum og skilaboðum sem berast er svarað samdægurs. Við erum að vinna í uppsetningu á upplýsingamiðlun til foreldra sem standast persónuverndarlög þar sem við getum birt myndir og annað skemmtilegt frá starfinu og leyft þeim að fylgjast með.
Öryggi og verkferlar
Fyrirkomulag inn- og útskráningar barna
Í upphafi dags er farið yfir þau börn sem eru fjarverandi á mentor. Þegar börn koma í frístundina eru þau skráð inn í skráningarkerfið Völu, í iPad. Þegar barn fer þá er það skráð út með sama hætti.
Barn mætir ekki
Ef barn sem á að vera í frístund skráir sig ekki inn er byrjað á að hafa samband við kennara og athuga hvort það komi einhverjar upplýsingar þar fram sem geta útskýrt fjarveruna. Ef útskýring finnst ekki er byrjað að leita í skóla og á skólalóð. Ef barnið finnst ekki þar er haft samband við foreldra.
Barn týnist
Ef sú staða kemur upp að barn finnst ekki er hafin leit og gengið úr skugga um hvort barnið sé ennþá í skólabyggingunni eða á skólalóð. Þá er starfsfólki skipt í liði við leitina.
Ef leitin ber engan árangur er hringt í foreldra barnsins og athugað hvort barnið hafi farið heim, til fjölskyldumeðlims eða til vinar. Ef það skilar ekki árangri er hringt í lögreglu í samráði við foreldra.
Á ferð með börnin
Þegar farið er í ferðir er skrifaður nafnalisti og fjöldi barna. Það er gengið í röð og starfsmenn dreifa sér jafnt á hópinn. Ef um strætóferð er að ræða eru aldrei fleiri en 28 börn í hóp.
Að fara í frístundavagn
Þeir nemendur sem nota frístundaakstur þurfa að vera skráðir í réttan bíl, en foreldrar skrá það inn á völu. Við pössum að barnið fari á réttum tíma í rétta rútu en starfsmaður fylgir hverjum hóp í réttan vagn þar sem starfsmaður í rútunni tekur við þeim.
Alvarleg slys
Ef um alvarlegt slys er að ræða er hringt á 112 og haft samband við foreldra. Frístundaleiðbeinendur fara á skyndihjálparnámskeið einu sinni á ári og eiga að kunna að veita fyrstu hjálp sé það nauðsynlegt.
Smávægilegir áverkar
Ef smávægilegir áverkar- lítil sár og þess háttar kemur upp, þá eru þau hreinsuð og settar viðeigandi umbúðir. Ef um höfuðhögg, sár á andliti eða tannáverka er að ræða er strax haft samband við foreldra.
Rýmingaráætlun
Ef viðvörunarkerfi skólans fer í gang fylgja börn í frístund sömu rýmingarreglum og í skólanum. Frístundin og þeir hópar sem eru í stofum skólans eru rýmdar og hópurinn fer á viðeigandi stað á skólalóðinni þar sem tekið er manntal og gengið úr skugga um að enginn hafi orðið eftir inni.
Símenntunaráætlun
Þeir sem starfa í frístundinni eru sendir á skyndihjálparnámskeið ár hvert.
Skólinn hefur svo sett upp námskeið þar sem farið er yfir starf með börnum með sérþarfir eða frávik í þroska. Einnig hefur Kópavogsbær staðið fyrir námskeiðum sem frístundaleiðbeinendur sækja við upphaf hvers skólaárs.
Starfsfólk í frístund 2025-2026
Kristrún Sveinbjörnsdóttir
Katrín M. H. Konráðsdóttir
Antonía Eir Skúladóttir
Gabríel Elí Jóhannsson
Máni Steinn Markússon
Stefanía Sigurðardóttir
Breki Bragason
Rebekka Sif Ómarsdóttir
Anya Smith
Axel Snær Rúnarsson
Hulda Þorkelsdóttir
Guðmundur Freyr Gylfason
Steinunn Embla Guðmundsdóttir