Skólinn

salaskoli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Salaskóli tók til starfa í sumarlok 2001. Skólinn er í Salahverfi, í Leirdal, sem liggur norðan við Rjúpnahæð og sunnan við Seljahverfi í Reykjavík. Skólaárið 2014 – 2015 eru nemendur 550 í 1.-10. bekk í 26 bekkjardeildum. Starfsmenn eru 80.

Skólinn býr við afbragðsgóða aðstöðu. Húsnæði skólans er hlýlegt og gott og skólinn er vel búinn kennslugögnum og tækjum. Við hlið skólans er íþróttamiðstöðin Versalir og þar eru íþróttasalir og sundlaugar sem skólinn hefur afnot af. Það er þó orðið nokkuð þröngt um nemendur og tveimur lausum kennslustofum hefur verið komið fyrir á lóð skólans.

Umhverfi skólans er fjölbreytt og gefur mikla möguleika til fjölbreyttrar kennslu. Skammt frá skólanum er ákjósanleg útivistarsvæði. Fremur stutt er í bæði Elliðavatn og Vífilsstaðavatn. Í næsta nágrenni skólans er kirkjugarður og golfvöllur. Skólalóðin er hönnuð m.a. með tilliti til útikennslu. Hún er fjölbreytt, með völlum og leiktækjum. Í Rjúpnahæðinni eigum við útikennslulund með leikskólunum í hverfinu.