Skipurit

Stjórnun

Skólastjóri er Kristín Sigurðardóttir. Hún er forstöðumaður skólans og ber ábyrgð á starfi hans gagnvart sveitarstjórn.

Aðstoðarskólastjóri er Hrefna Björk Karlsdóttir. Hún er jafnframt stigsstjóri yngsta stigs

Hulda Björnsdóttir er deildarstjóri og stigsstjóri miðstigs.

Berglind Þyrí Finnbogadóttir er deildarstjóri sérkennslu.

Ásgerður Helga Guðmundsdóttir er deildarstjóri upplýsingatækni.

Í sameiningu veita þau skólanum faglega forystu og skipta með sér verkum við stjórn skólans.

Kennarateymi

Kennarar skólans skiptast í nokkur samstarfsteymi. Umsjónarkennarar hvers árgangs mynda teymi, smiðjukennarar mynda teymi, íþróttakennarar eru sérstakt teymi og sérkennarar og þroskaþjálfar eru sérstakt teymi. Þrjú síðastnefndu teymin vinna í góðu samstarfi við teymi umsjónarkennara.

Stuðningsfulltrúar

Stuðningsfulltrúar vinna undir stjórn sérkennslustjóra.

Frístundin Dægradvöl

Forstöðumaður Dægradvalar er Auðbjörg Sigurðardóttir. Hún stýrir starfi dægradvalar.

Mötuneytiseldhús

Matreiðslumeistari Salaskóla er Triza Mbora. Hún stýrir mötuneytinu og starfinu þar.

Umsjón fasteignar

Unnar Reynisson er húsvörður skólans og skólaliðar vinna undir hans stjórn.