Islandsmt_Stulkna

Flottu skákstelpurnar okkar

Islandsmt_Stulkna
Stúlknalið Salaskóla stóð sig glæsilega á Íslandsmótinu stúlknaliða í skák síðastliðinn laugardag. 

Stelpurnar tóku silfrið af öryggi, unnu alla hina skólana nema ríkjandi Íslandsmeistara frá Rimaskóla.

Í liði Salaskola voru

1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir – 8. b. Kjóar
2. Una Sól Jónmundsdóttir – 8. b. Kjóar
3. Móey María Sigþórsdóttir – 6. b. Mávar
4. Tinna Þrastardóttir – 6. b. Mávar

Liðsstjóri var Tómas Rasmus.

skak22

Liðin standa sig vel

skak22
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn jákvæðum aga. Grænlendingarnir, sem eru í heimsókn hér í nokkra daga, koma inn í liðin eftir því sem þeir geta og virðast njóta sín vel. Í dag var pylsuveisla í hádeginum og boðið upp á ís á eftir sem allir kunnu vel að meta. Það er svo gaman hjá okkur.

Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika.

pusl

Fjölgreindaleikar, það hlaut að vera!!

puslÞegar málið var rannsakað (sjá frétt fyrir neðan) kom í ljós að fjölgreindaleikar voru að byrja í Salaskóla þennan ágæta miðvikudagsmorgun. Það er orðin hefð að halda þá að hausti en þá er skólastarfið leyst upp í tvo daga og nemendum skipt upp í hópa. Í hvern hóp raðast nemendur þvert á árganga sem þýðir að í hópnum eru nemendur frá 1.- 10. bekk. Elstu krakkarnir eru liðsstjórar og þurfa að standa sig í að halda utan um hópinn sinn og styðja við þá sem yngri eru. Hóparnir fara á milli 40 stöðva sem reyna á ýmsa hæfileika manna t.d. gæti einhver í hópnum verið góður í að þekkja fána meðan annar slær met í að klifra upp kaðal eða finna orð. Þannig verða einstaklingarnir í hópnum ein sterk heild sem vinnur til stiga er reiknuð eru saman í lokin. Á hverri stöð er stöðvastjóri, oftast kennari, sem er klæddur í furðuföt. Hann tekur tímann, safnar stigum og gefur gjarnan aukastig ef hópurinn er til fyrirmyndar. Þar er komin skýringin á skurðlækninum, spæjaranum Bond, senjórítunni og kengúrunni sem voru á sveimi við skólann fyrr í morgun. Skoðið myndir af þessu stórfurðulega fólki hér.

Krakkarnir voru hressir í bragði á fjölgreindaleikunum og þeir sem voru teknir tali sögðu að þetta væru afar skemmtilegir dagar. Þegar þeir voru spurðir hver væri skemmtilegasta stöðin voru svörin ærið misjöfn, sumum fannst stóra trambólínið skemmtilegast, aðrir nefndu húllahringina, kvikmyndastöðina og skákina. Kósí-hornið var einnig oft nefnt á nafn. Hvað skyldi vera gert þar, hm? Það verður rannsakað á morgun. Skoðið myndir af krökkunum við að leysa hinar margvíslegustu þrautir í skólanum. Þar reyndi mjög misjafnlega á hvern og einn. 

1.bekkur_uti

Skólaárið 2012-2013

1.bekkur_utiSkólaárið 2012-2013

September
Fjölgreindaleikar fyrri dagur
Stöðvarstjórar
Fjölgreindaleikar seinni dagur

Október
Verðlaunaafhending fjölgreindaleika
Jól í kassa
LESUM MEIRA lestrarkeppnin

 

Nóvember
Upplestur Hilmars Arnar Óskarssonar

 
Desember
Piparkökur skreyttar
Jólaball 1. – 7. bekkur 2012
 

Janúar
Ipad-stund hjá glókollum og sólskríkjum
7. bekkur á Reykjum
Hundraðdagahátíðin

 
Febrúar
Vetrardrottningarnar
Öskudagur 2013
Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir 
DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir 
 

Mars 
Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 
Þemavikan 18.- 22. mars 
Árshátíð 8. – 10. bekk mars 2013 

 

Apríl – maí – júní
Vorhátíð foreldrafélagsins
Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní

 

 
_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014

Kópavogsmóti í skólaskák lokið

_Kpavogsmti__2012_UNglingameistararnir_014
Kópavogsmótið í skólaskák var haldið í Salaskóla þann 17. apríl síðastliðinn.
Birkir Karl Sigurðsson er Kópavogsmeistari í skólaskák í unglingadeild og Þormar Leví tók silfrið. Hilmir er í toppbaráttu á miðstigi og Daníel Snær Eyþórsson smellti sér í annað sætið í flokki 1.-4. bekkjar. Birkir Karl og Þormar verða fulltúrar Kópavogs á kjördæmismótinu sem er framundan.  Aldrei hafa jafn margir keppendur verið á kaupstaðamóti í Kópavogi. Sett var í gang sérstakt mót fyrir yngstu krakkana eða fyrir nemendur í 1.- 4. bekk. Mæltist það vel fyrir og mættu 68 krakkar til leiks í þeim aldursflokki. Í flokki 1.-7. bekkjar voru 49 keppendur og í flokki unglinga mættu 10 keppendur. Alls: 127 keppendur sem er nýtt met í Kópavogi.

Kópavogsmeistarar 2012 urðu:
1.-4. b. Pétur Steinn Atlason 4. Baldursbrá Vatnsendaskóla 7v af 7 mögulegum.
1.-7. b. Dawíd Pawel Kolka 6. bekk   Álfhólsskóla  6.5v af 7 mögulegum.
8.-10.b  Birkir Karl Sigurðsson 10. b. Krummar Salaskóla 9v af 9 mögulegum.
Mótsstjórar voru Tómas Rasmus, Helgi Ólafsson og Sigurlaug Regina Friðþjófsdóttir.

Nánari úrslit: 1.-4. bekkur, 1. – 7. bekkur, 8.- 10. bekkur 

Salaskoli_D_Lii_Islandsmeistar_D_lia_2012

Salaskóli tók 3. sætið á Íslandsmóti grunnskólasveita

Salaskoli_D_Lii_Islandsmeistar_D_lia_2012
Nú er lokið Íslandsmóti grunnskólasveita í skák 2012.
Helgina 24. og 25. mars var haldin sveitakeppni grunnskóla í skák í Rimaskóla. Salaskóli sendi 5 lið og tók A liðið okkar bronsið eftir að hafa verið í keppni þeirra bestu allan tímann. B liðið varð næst besta B liðið og C , D og E liðin okkar urðu Íslandsmeistar í sínum flokki.  Birkir Karl Sigurðsson vann það einstæða afrek að tapa ekki einni einustu skák á fyrsta borði, keppti við alla þá sterkustu allan tímann.

Á meðfylgjandi mynd er D-lið Salaskóla sem urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki eins og áður sagði. 

 

Í A liði Salaskóla voru:

Birkir Karl Sigurðsson

Hilmir Freyr Heimisson

Þormar Leví Magnússon

Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Jón Smári Ólafsson

 Í B liði Salaskóla voru:

Jón Otti Sigurjónsson

Róbert Örn Vigfússon

Arnar Steinn Helgason

Garðar Elí Jónasson

Helgi Tómas Helgason

 

Í C liði Salaskóla voru: ( besta C lið Íslands )

Benedikt Árni Björnsson

Ágúst Unnar Kristinsson

Aron Ingi Woodard

Dagur Kárason

Kjartan Gauti Gíslason

 
Í D liði Salaskóla voru: ( besta D lið Íslands )

Jason Andri Gíslason   

Hafþór Helgason    

Orri Fannar Björnsson   

Elvar Ingi Guðmundsson      

Björn Breki Steingrímsson

Guðrún Vala Matthíasdóttir

 

Í E liði Salaskóla voru:  ( besta E lið Íslands )

Anton Fannar Kjartansson

Gísli Gottskálk Þórðarson

Kári Vilberg Atlason

Hlynur Smári Magnússon

Sandra Diljá Kristinsdóttir

 

Myndir frá mótinu má sjá á síðunni: http://skak.blog.is/album/slandsmot_grunnskola_2012_b/

Og á síðunni: http://skak.blog.is/album/slandsmot_grunnskolasveita_2012/

Einnig fréttir á skak.is á síðunni:  http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1230854/

Liðsstjóri Salaskólaliðanna var Tómas Rasmus.

 

Heildarúrslit urðu þessi:

1              Rimaskóli A                          34,5       

2              Rimaskóli B                          24          

3              Salaskóli A                           23,5       

4              Hólabrekkuskóli                  23          

5              Álfhólsskóli A                        22          

6              Hagaskóli                             20          

7              Smáraskóli A                        19,5       

8              Glerárskóli                            19          

9              Ölduselsskóli                       19          

10           Árbæjarskóli                         19          

11           Vatnsendaskóli                    18,5       

12           Salaskóli B                           18,5       

13           Salaskóli C                           18,5       

14           Álfhólsskóli B                       18,5       

15           Laugalækjarskóli A             18,5       

16           Vættaskóli                             17,5       

17           Melaskóli                               17,5       

18           Sæmundarskóli                   17,5       

19           Rimaskóli C                         17          

20           Hofsstaðaskóli                    16,5       

21           Snælandsskóli                    16          

22           Salaskóli D                           13,5       

23           Rimaskóli D                         12,5       

24           Salaskóli E                           11          

25           Smáraskóli B                       8             

26           Álfhólsskóli C                       5

E_li_Salaskla

Salaskóli hreppti annað sætið í Íslandsmóti barnaskólasveita

E_li_Salaskla
Íslandsmót barnaskólasveita í skák fór fram nú um helgina 17. og 18. mars. Salaskóli sendi 5 lið til keppni A, B, C, D og E lið. Enginn annar skóli var með jafn marga keppendur. Eftir mótið er Salaskóli með fjórfaldan Íslandsmeistaratitil því hann hlaut gullverðlaun í flokki B, C, D og E líða og silfur í flokki A liða. Skólinn tók 24 gullverðlaun og 6 silfur ásamt 2 bikurum fyrir bestan árangur á 1. og 3. borði og var samanlagt í öðru sæti á mótinu.

Eftirfarandi nemendur voru í gullliðunum:
E lið: Gísli Gottskálk, Anton Fannar, Kári Vilberg og Samúel Týr allir í 1. og 2. bekk
D lið: Axel Óli, Ívar Andri, Jón Þór, Daníel Snær og Sindri Snær allir í 3. bekk
C lið: Jason andri, Hafþór, Elvar Ingi, Orri Fannar og Björn Breki allir í 4. og 5. bekk
B lið:Arnar Steinn, Garðar Elí, Helgi Tómas, Ágúst Unnar, Rebekka Ósk og Dagur Kára.

Í A liði Salaskóla sem var í toppbaráttu allan tímann og keppti alltaf við erfiðustu andstæðingana voru:
1b. Hilmir Freyr Heimisson
2b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir
3b. Róbert Örn Vigfússon
4b. Kjartan Gauti Gíslason
1v Aron Ingi Woodard.

Hér fyrir ofan er mynd af E-liðinu sem eru yngsta sveitin en fleiri myndir af liðunum eru hér

A liðið sigraði öll hin liðin í innbyrðis viðureignum nema toppliðin frá Rimaskóla ( sitjandi norðurlandameistara ) og Álfhólsskóla en þeim viðureignum lauk með jafntefli 2.2.

Einnig fengu þeir Hilmir Freyr Heimisson og Róbert Örn Vigfússon sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á 1 og 3 ja borði, en þeir gjörsigruðu alla sína andstæðinga.

Heildarúrslitin eru sem hér segir:

1          Álfhólsskóli A                30,5

2..3       Salaskóli A                    30.0

2..3       Rimaskóli A                   30.0

4          Hörðuvallaskóli A           21,5

5          Melaskóli A                   20,5

6          Hofsstaðaskóli A            20,5

7          Grandaskóli                   20.0

8          Salaskóli D                    19,5

9          Salaskóli C                    19,5

10         Rimaskóli C                   19,0

11         Smáraskóli                    19,0

12         Ölduselsskóli                 18,5

13         Salaskóli B                    18,5

14         Vættaskóli A                 18,5

15         Sæmundarskóli             18,5

16         Snælandsskóli               18.0

17         Landakotskóli                18.0

18         Hofsstaðasskóli B          17,5

19         Rimaskóli D                   17.0

20         Vættaskóli B                 17.0

21         Rimaskóli B                   17.0

22         Salaskóli E                    16,5

23         Hörðuvallaskóli B           16,5

24         Fossvogsskóli B            16,5

25         Vesturbæjarskóli A        16,5

26         Álfhólsskóli B                16.0

27         Fossvogsskóli A            15.0

28         Kelduskóli-Korpa            14,5

29         Álfhólsskóli C                14,5

30         Melaskóli B                   14.0

31         Selásskóli                     12,5

32         Breiðagerðisskóli           12,5

33         Vesturbæjarskóli B        11,5

 
Nánari úrslit á skak.is eða á http://chess-results.com/tnr68535.aspx?art=0&lan=1
Myndasafn
frá mótinu eftir Hrafn Jökulsson á síðunni : http://skak.blog.is/album/slandsmot_barnaskolasveita_2012/
Nánari
fréttir birtast síðan á http://skak.blog.is/blog/skak/

Liðsstjóri Salaskólaliðanna var Tómas Rasmus.

meistarar

Nú er lokið meistaramóti Salaskóla 2012.

meistarar

Alls tóku 134 nemandi þátt í meistaramóti Salaskóla og var því skipt í þrjá riðla í undanrásum.

1.-4. bekkur sigurvegari: Axel Óli Sigurjónsson 3b  ( 47 keppendur )
5.-7 bekkur sigurvegari: Hilmir Freyr Heimisson 5b (68 keppendur )
8.-10 bekkur sigurvegari: Birkir Karl Sigurðsson 10b  ( 19 keppendur )

Föstudaginn 3. feb.  var síðan haldið úrslitamót þar sem keppt var um hver væri skákmeistari Salaskóla og sigraði Birkir Karl Sigurðsson og er hann því meistari meistaranna 2012.

Móttsjórar voru Tómas Rasmus og Sigurlaug Regína.
Myndir frá lokamótinu.

Úrslit úr einstökum árgöngum:

1. bekkur
1. Samúel Týr Sigþórsson             Lóum
2. María Jónsdóttir                       Hrossagaukar
3. Logi Traustason                       Hrossagaukar

2. bekkur
1. Gísli Gottskálk Þórðar.              Músarrindlar
2. Kári Vilberg Atlason                 Sendlingum
3. Hlynur Smári Magnússon         Músarrindlum

3. bekkur
1.Axel Óli Sigurjónsson                Starar
2. Jón Þór Jóhannasson               Starar
3. Daníel Snær Eyþórssyn            Starar

4. bekkur
1. Björn Breki Steingr.                  Steindeplum
2. Vilhelm Þráinn                         Steindeplum
3. Ernir Jónsson                           Steindeplum

5. bekkur
1. Hilmir Freyr Heimisson             5. b. Kríur
2. Kjartan Gauti Gíslason             5. b. Mávar
3. Róbert Örn Vigfússon              5. b. Mávar

6 bekkur
1. Jón Otti Sigurjónsson               6. b. Teistur
2. Jón Arnar Sigurðsson               6. b. Teistur
3. Bjartur Rúnarsson                    6. b. Lundar

7. bekkur
1. Hildur Berglind Jóhanns.          7. b. Súlur
2. Jón Smári Ólafsson                  7. b. Súlur
3. Garðar Elí Jónasson                 7. b. Súlur

8. bekkur
1. Skúli E Kristjánsson Sigurz        8. b. Fálkar
2 .Magnús Már Pálsson                8. b. Fálkar
3. Pharita Khamsom                    8. b. Ernir

9. bekkur
1. Baldur Búi Heimisson               9. b. Himbrimar
2. Eyþór Trausti Jóhannsson         9. b. Himbrimar
3. Aron Ingi Jónsson                   9. b. Himbrimar

10. bekkur
1. Birkir Karl Sigurðsson               10. b. Krummar
2. Björn Ólafur Björnsson             10. b. Krummar
3. Jón Pétur                               10. b. Krummar

Bronslii_jpg_format

Salaskóli tók bronsið

Bronslii_jpg_formatSalaskóli tók bronsið í sveitakeppni stúlkna sl. laugardag. Stelpurnar úr Salaskóla á sigurbraut í skákinni.
Þær Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7. b., Guðbjörg Lilja Svavarsdóttir 8. b., Rebekka Ósk Svavarsdóttir 7.b., Rakel Eyþórsdóttir 8. b. og Mai Pharita Khamsom 8. b. kepptu fyrir hönd Salaskóla á mjög sterku stúlknamóti sl. laugardag. Þær sigruðu 5 skóla af 7 sem þær kepptu við og hrepptu bronsið af öryggi. Ath. Þær voru að keppa við margar þrautþjálfaðar skákstúlkur.
Nánari úrslit á vefsíðunni: http://skak.blog.is/blog/skak/entry/1221277/

Morgunkaffi í 1. – 7. bekk

Nú höfum við boðið foreldrum allra nemenda í 1. – 7. bekk í morgunkaffi. Samtals mættu tæplega fimmhundruð foreldrar og sötruðu með okkur kaffisopa í morgunsárið. Foreldrar 76% barna í þessum bekkjum mættu að meðaltali og var mæting mun betri í yngri bekkjunum en þeim eldri. Foreldrar stara og stelka mættu hlutfallslega best, en þar voru 95% foreldra mætt. Fjölmennustu fundirnir voru í sendlingum og stelkum, 26 foreldrar voru á hvorum fundi. Á þessum fundum bar ýmislegt á góma og umræður voru góðar og ganglegar fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir okkur skólastjórnendur að eiga þessi samskipti við foreldra.

Foreldrar settu niður á blað það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem má bæta. Almenn ánægja var með kennara og kennslu. Einnig voru margir sem nefndu góða sérkennslu. Upplýsingaflæði frá skóla til foreldra þykir gott sem og samstarf skólans við foreldra. Þá nefndu margir viðmót starfsfólks skólans, gott andrúmsloft og hversu vel og hratt er tekið á málum. Reyndar voru einnig einhverjir sem töldu mál vinnast of hægt. Dægradvölin fékk mjög góða einkunn hjá foreldrum og margir hrósuðu starfinu þar. Fleira sem var nefnt og ánægja er með er samvinna við tónlistarskóla, skákstarfið, kórinn, samsöngurinn, fjölgreindaleikarnir, maturinn og umhverfi skólans. Þá virtust foreldrar nemenda í 5. bekk almennt ánægðir hvernig tiltókst með uppstokkun á þeim bekkjum.

Það sem oftast bar á góma að mætti bæta var fataklefinn en þar eru snagar og hillur of hátt uppi. Það er nú verið að laga og á næstu dögum verða snagar og hillur komin í rétta hæð fyrir litla krakka. Nokkrir nefndu að skólalóðin væri tómleg og mætti bæta. Sumir nefndu tíð kennaraskipti sem ókost og það að hafa sundið eftir að skóla lýkur. Einnig kom fram að bæta mætti gæsluna í útivistinni eða skerpa á henni. Hjá einhverjum kom fram óánægja með matinn, en eins og kemur fram að ofan kom líka mikil ánægja fram með hann. Þá var talsvert nefnt að betra skipulag mætti vera á óskilafatnaði.

Fjölmargar góðar ábendingar komu fram sem við tökum til skoðunar og einnig notuðu margir tækifærið til að hrósa ákveðnum starfsmönnum. Hrósinu munum við koma til skila.

Við þökkum ykkur foreldrum fyrir góða mætingu í morgunkaffið og ykkar innlegg í að bæta skólann okkar.