opi_hs_27._ma_08_039.jpg

Margir komu á opið hús

Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni 

opi_hs_27._ma_08_039.jpgGaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.

Á nýja bókasafninu á efri hæð var skákíþróttin iðkuð af kappi því einn af skákmeisturum skólans Guðmundur Kristinn Lee og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson öttu kappi í hraðskák. Grænfáninn var síðan afhentur í þriðja sinn vegna góðrar frammistöðu skólans  í umhverfismálum og var glænýr fáni dreginn að húni að því tilefni. Gestir gátu síðan gætt sér á kaffi og vöfflum gegn vægu gjaldi á meðan á heimsókninni stóð.

Birt í flokknum Fréttir.