Valið í unglingadeild

Sl. vor létum við unglingana velja sér valgrein fyrir haustið og á stundaskrám þeirra kemur fram hvaða val þau komust í. Þar sem ýmsar breytingar hafa orðið hjá þeim og líka okkur viljum við að þau velji aftur eða staðfesti að þau vilji hafa valið eins og það kemur fram á stundaskránni. Við biðjum alla því að fara inn á þennan tengil og ganga frá þessu þarhttps://www.surveymonkey.com/s/PXQ96CD.

Á stundaskrám þeirra kemur einnig fram hjá þeim sem sóttu um að fá tómstundastarf metið sem valgrein, hversu margar valstundir fást í afslátt út á það. Það stendur þá -1, -2 eða -4 í einhverjum reitnum. Það geta þau dregið frá þeim fjórum tímum sem þau eiga að taka sem valgreinar og minnkar þá stundafjöldinn sem þau eiga að velja sem því nemur.

Ef aðstæður hafa breyst hjá einhverjum varðandi tómstundastarf þarf að láta okkur vita – t.d. ef einhver er hættur í því tómstundastarfi sem hann fékk afslátt út á.

Vinsamlegast klárið að fylla þetta eyðublað út í dag eða í síðasta lagi á morgun, því kennsla í valgreinum hefst 1. september.

skolasetning

Skólasetning Salaskóla

skolasetning

Í dag, 22. ágúst, var Salaskóli settur í 14. sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Nemendur fóru síðan með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag. 

Myndir frá skólasetningu.

Það er alltaf eftirvænting hjá krökkunum að byrja aftur, gaman að hitta félagana og setja dagana í fastar skorður. Flestir eru broshýrir, jafnvel sposkir á svipinn en aðrir hljóðir og pínulítið feimnir sem er afar eðlilegt við þessar aðstæður. Í Salaskóla eru um 550 nemendur núna og hafa þeir aldrei verið fleiri. Við, starfsfólkið í Salaskóla, hlökkum til starfsins í vetur. Skóli hefst samkvæmt sundaskrá á mánudaginn, 25. ágúst, hjá öllum nema 1. bekkingum sem verða boðaðir sérstaklega. 

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Salaskóla verður föstudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00

Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst. 
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 25. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk þriðjudaginn 26. ágúst. 
Dægradvöl opnar mánudaginn 25. ágúst en lokainnritun fer fram fimmtudaginn 21. ágúst.
Við bjóðum nýjum nemendum öðrum en þeim sem eru að fara í 1. bekk í heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12.

Síðustu dagar skólaársins

Minnum á óskilamuni. Hér er fullt af fíneríis fatnaði. Það sem gengur ekki út gefum við til góðgerðasamtaka. 

 

Fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20:00 verða 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum við hátíðlega athöfn. Foreldrar koma með sínum 10. bekking og allir eiga að koma með eitthvað á kaffiborðið – helst heimabakað. Afar og ömmur einnig velkomin. 

 Föstudaginn 6. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 12. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir á skólaslitin: 

Kl. 10:00 – Maríurerlur, sandlóur, músarrindlar, hrossagaukar, tjaldar, vepjur, spóar, svölur, ritur, teistur, kjóar.

Kl. 10:30 – Steindeplar, glókollar, sólskríkjur, lóur, þrestir, tildrur, jaðrakanar, súlur, kríur, mávar, lundar, smyrlar.