Stoðkerfi

Salaskóli leggur kapp á að nemendum líði vel í skólanum. Nemendum sem líður vel og fá að takast á við fjölbreytt og krefjandi viðfangsefni, þurfa síður sérstök úrræði innan eða utan skólans. Salaskóli leggur áherslu á fjölbreyttar leiðir til að styðja við nemendur sem eiga erfitt í skólanum. Sveigjanleiki og fjölbreytni í skólastarfinu er liður í nemendavernd.

Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð starfar samkvæmt lögum. Í því sitja skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, sérkennslustjóri, námsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur. Ráðið fundar vikulega. Umsjónarkennarar vísa málum til nemendaverndarráðs.

Sálfræðingur

Við Salaskóla starfar sálfræðingur sem vinnur greiningar og ráðgjafarstörf. Skólasálfræðingur er Björg Norðfjörð.

Námsráðgjafi

Við Salaskóla starfar námsráðgjafi sem sinnir ýmsum nemendamálum. Elísa Þorsteinsdóttir er námsráðgjafi skólans. Netfang hennar er elisa(hja)salaskoli.is

Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi í Salaskóla er Kristrún Helga Ólafsdóttir. Hún sinnir ráðgjöf við nemendur foreldra og starfsmenn. Netfang hennar er kristrunhelga(hja)salaskoli.is

Hjúkrunarfræðingur

Í Salaskóla starfar hjúkrunarfræðingur sem vinnur að heilsuvernd nemenda bæði til líkama og sálar. Hjúkrunarfræðingurinn er Rakel Dís Björnsdóttir (salaskoli@heilsugaeslan.is)

Sérkennarar

Við Salaskóla starfa sex sérkennarar. Berglind Þyrí Finnbogadóttir er deildarstjóri sérkennslu. Netfang hennar er berglindf(hja)salaskoli.is

Þroskaþjálfar

Við skólann starfa átta þroskaþjálfar. Yfirþroskaþjálfar eru Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir (hannaogm(hja)salaskoli.is) og Þórunn Guðrún Einarsdóttir (thorunnge(hja)salskoli.is).

Einhverfudeild Salaskóla

Í Salaskóla er einhverfudeild fyrir börn sem eiga lögheimili í Kópavogi. Deildin er opin sérdeild. Þórunn Guðrún Einarsdóttir yfirþroskaþjálfi stýrir starfi deildarinnar.

Önnur úrræði

Salaskóli leitar eftir þeirri sérfræðiaðstoð sem þurfa þykir hverju sinni. Má þar nefna iðjuþjálfa og listmeðferðarfræðinga.