Skipurit

Stjórnun

Skólastjóri er Hafsteinn Karlsson. Hann er forstöðumaður skólans og ber ábyrgð á starfi hans gagnvart sveitarstjórn.

Aðstoðarskólastjóri er Hrefna Björk Karlsdóttir.

Hulda Björnsdóttir er deildarstjóri og stigsstjóri yngsta stigs.

Í sameiningu veita þau skólanum faglega forystu og skipta með sér verkum við stjórn skólans.

Samstarfsteymi

Nokkur samstarfsteymi kennara verða skólaárið 2016-2017. Kennarar hvers árgangs eiga með sér mikið samstarf en auk þess mynda kennarar í 1.-2. bekk teymi, kennarar í 3. – 4. bekk annað, kennarar 5.-7. bekkjar það þriðja og kennarar í 8. – 10. bekk það fjórða. Auk þess eru smiðjukennarar með sérstakt samstarfsteymi sem og sérkennarar. Í hverju teymi eru einnig aðrir kennarar sem að kennslu hópanna koma hverju sinni. Þar er jafnframt sérkennari sem sinnir kennslu í þeim hópum sem um ræðir og skipuleggur sérkennslu í samvinnu við kennara teymisins.