Samskipti við foreldra

Samskipti heimila og skóla

Umsjónarkennari verður í samskiptum við foreldra um þau mál er snerta einstaka nemendur, heimanám og annað það sem eingöngu snýr að starfi bekkjarins.  Boðið er upp á foreldraviðtöl svo oft sem þurfa þykir en a.m.k. tvisvar á skólaárinu og koma foreldrar þá í skólann á fund umsjónarkennara.  Umsjónarkennari og foreldrar hafa einnig samband símleiðis eða með tölvupósti eftir atvikum.  Í upphafi skólaársins verður kynning á starfi skólans.

Fleiri fundir kunna að verða  þar sem rætt er um ákveðin málefni.  Annað foreldrastarf er sem hér segir:

  • Kennarar og skólastjórnendur eru með símaviðtalstíma daglega.
  • Kennarar senda upplýsingar um starfið í bekknum heim reglulega
  • Heimasíða skólans er fyrst og fremst upplýsinga- og fréttasíða skólans fyrir foreldra og að auki er skólinn með Facebook-síðu þar sem settar eru ýmsar upplýsingar og stuttar fréttir úr skólastarfinu.
  • Foreldrar eiga að geta sinnt sem flestum erindum sínum við skólann með tölvusamskiptum.
  • Tölvupóstlisti er nýttur til samskipta við foreldra.
  • Foreldrar geta, í samráði við kennara, heimsótt skólann og fengið að taka þátt í skólastarfinu.
  • Hver bekkur er með sýningu á sal a.m.k. einu sinni yfir veturinn og eru foreldrar þá boðnir á sýninguna.
  • Ýmsar skemmtanir verða sem foreldrum er boðið á.
  • Sérstök fræðsla um skólamál er fyrir foreldra yngstu barnanna vorið áður en börnin koma í skólann.

Skólaráð fundar mánaðarlega með skólastjórnendum.

Starf foreldrafélags og bekkjarfulltrúa er skipulagt af foreldrum.

Foreldrafélag

Í Salaskóla er starfrækt foreldrafélag. Félagar í því eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Meginmarkmið félagsins er að efla samstarf milli foreldra/forráðamanna nemenda og skólans og stuðla að velferð nemenda í leik og starfi. Starf foreldrafélagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra/forráðamanna nemenda í hverjum bekk og skólans.

Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum sem allir eru foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Stjórnin fundar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef ástæða er til. Fundargerðir verði aðgengilegar á netinu. Ef foreldrar/forráðamenn vilja koma málum á framfæri við stjórnina þá er hægt að hafa samband við stjórnina í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Stjórnarskipti eru á aðalfundi sem er haldinn að hausti.

Bekkjarfulltrúar: Tveir bekkjarfulltrúar koma frá hverjum bekk og er hlutverk þeirra m.a. að halda utan um bekkjarstarf í samráði við kennara og með þátttöku annarra foreldra og mæta á aðalfund foreldrafélagsins.

Nefndir: Ýmsar nefndir munu starfa á vegum foreldrafélagsins. Þær verða skipaðar af foreldrum/forráðamönnum nemenda.

Skólaráð

Skólaráð fjallar um og gefur umsögn til skólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið, fylgist með að áætlanir séu kynntar foreldrum, svo og með framkvæmd þeirra. Skólastjóri starfar með foreldraráði og veitir því upplýsingar um starfið í skólanum. Ráðið fundar að jafnaði mánaðarlega með skólastjórnendum. 

Skólaráð er skipað 2 fulltrúum foreldra, 2 fulltrúum nemenda, 2 fulltrúum kennara, 1 fulltrúa annarra starfsmanna skólans, 1 fulltrúa grenndarsamfélagsins auk skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Hlutverk skólaráðs er svipað og hlutverk foreldraráðs. Í skólaráðinu sitja nú

Aðalmenn

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri

Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari

Ásgerður Helga Guðmundsdóttir, kennari,

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra

Lovísa Björk Skaftadóttir McClure, fulltrúi foreldra

Lilja Björk Hjálmarsdóttir, skólaliði

Svala Ísfeld Ólafsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins

Varamenn

Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Jóhanna Björk Daðadóttir, kennari