Kennsla og námskrá

Kennt er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla og í samræmi við stefnu skólans.  Kennslustundafjöldi í hverri námsgrein er í samræmi við viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytis.[1]   Kapp er lagt á fjölbreytni í kennsluaðferðum og endurmenntun kennara miðast við þjálfun og hvatningu til fjölbreytni.  Skólanámskrá er unnin í samræmi við aðalnámskrá. Skólanámskrá samanstendur af starfsáætlun skólans og námsáætlunum sem birtar eru á mentor.

Leitast er við að leggja viðfangsefni í hverri grein fram á fjölbreyttan hátt þannig að höfði til allra nemenda.  Áhersla er lögð á skapandi viðfangsefni og að sérhver nemandi noti þá hæfileika sem hann býr yfir.

Kennsla fer fram í eða við skólann, íþróttakennslan í íþróttamiðstöðinni  Versölum.  Einnig verður farið í kennsluferðalög eftir því sem tilefni gefast. Mjög hefur þó dregið úr þessum ferðum frá því sem áður var vegna kostnaðar.


[1] Aðalnámskrá og viðmiðunarstundaskrá er að finna á http://menntamalaraduneyti.is