Fréttir

 • Leyfi fyrir nemendur

  Leyfi fyrir nemendur

  Foreldrar sem þurfa leyfi fyrir börn sín í skemmri eða lengri tíma eru beðnir um að senda hana í tölvupósti til Ásdísar ritara, ritari@salaskoli.is
 • Aðalfundur foreldrafélagsins 4. september

  Aðalfundur foreldrafélagsins 4. september

  Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í sal Salaskóla þriðjudaginn 4. september kl. 1730 – 1830. Foreldrar hvattir til að mæta.
 • Foreldrar þurfa ekki að kaupa námsgögn

  Foreldrar þurfa ekki að kaupa námsgögn

  Þetta skólaár sér Kópavogsbær um að útvega nemendum grunnskólanna námsgögn án endurgjalds. Með námsgögnum er átt við ritföng og stílabækur. Gott er að foreldrar sjái til þess að nemendur í 5.-10.bekk eigi heyrnartól til notkunar með spjaldtölvunum sínum.
 • Skólasetning 23. ágúst

  Skólasetning 23. ágúst

  Salaskóli verður settur fimmtudaginn 23. ágúst n.k. Nemendur eiga að mæta sem hér segir: Kl. 8:30 – 2. 3. og 4. bekkur Kl. 9:30 – 5. 6 og 7. bekkur Kl. 10:30 – 8. 9. og 10. bekkur Nemendur mæta í anddyri skólans og fara …
 • Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

  Útskrift 10. bekkinga miðvikudaginn 6. júní

  Útskrift 10.bekkinga verður miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Ef t.d. afi og amma vilja koma með eru þau velkomin.  Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur …

Allar fréttir

Á næstunni í Salaskóla

18. október, 2018
19. október, 2018

1 day ago

Salaskóli

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á smiðjur fyrir krakka í haustfríinu:

Dagskráin í haustfríinu 18. og 19. október fer fram á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs:

10:00 - 12:00 Hljóðfærasmiðja með Elínu Helenu Evertsdóttur í anddyri Náttúrufræðistofu. Búin verða til hljóðfæri úr óvenjulegu efni sem allt er til staðar. Ætluð 6 - 10 ára krökkum (báða dagana).

11:00 - 13:00 Bíó í fjölnotasal, 18. október söngvamyndin Sing en 19. október fjölskyldumyndin Coco.

13:00 - 15:00 Þorgrímur Þráinsson stýrir ritsmiðju. Þátttakendur smíða sína eigin sögupersónu og söguþráð. Skráning á bylgjaj@kopavogur.is

Dagskráin er ókeypis og allir velkomnir.
... Sjá meiraSjá minna

1 day ago

Salaskóli

Fjórar tilkynningar til ykkar

1. Minnum á vetrarleyfið skv. skóladagatali. Það er á morgun og á föstudag, 18. og 19. október. Þá er engin starfsemi í skólanum, hvorki kennsla né dægradvöl. Vonandi njóta allir leyfisins.

2. Það gengur satt að segja illa að fá starfsfólk til starfa í dægradvöl. Við höfum verið að auglýsa og viðbrögð eru varla nokkur. Á sama tíma er að fækka um tvo starfsmenn sem eru annars vegar að fara í fæðingarorlof og hins vegar í aðra vinnu. Ef þið vitið um einhvern á lausu bendið honum / henni þá á okkur. Við erum að leita að fólki sem getur unnið alla daga frá 13 - 17. 50% starf. Ef ekki leysist úr þessu þurfum við að fara að draga úr þjónustu og það er eitthvað sem við viljum helst ekki gera.

3. Við erum að fara yfir regluverk skólans. Hvaða hlutverk skólinn á, nemendur og foreldrar. Í því skyni skerpum við á skólareglum og allra handa umgengnisreglum. Við ætlum um leið og ramma ipadnotkun nemenda betur inn og sendum síðar í dag á foreldra barna á miðstig og unglingastigi örstutta könnun um ipadnotkun og e.t.v. fleira. Biðjum ykkur að bregðast vel við og taka þátt í henni. Við stefnum svo að því að kynna ykkur þessa vinnu á morgunfundum í nóvember.

4. Já og að síðustu smá breyting á skóladagatali. Af óviðráðanlegum orsökum verðum við að færa fjölgreindaleikana til 22. og 23. nóvember.
... Sjá meiraSjá minna

2 weeks ago

Salaskóli

Kjöt í karrý m/hrísgrjónum...og að sjálfsögðu salatbar líka🤗 ... Sjá meiraSjá minna

Kjöt í karrý m/hrísgrjónum...og að sjálfsögðu salatbar líka🤗
Load more